Handbolti

Fréttamynd

Haukar mæta Paris Handball

Í dag var dregið í í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fá Haukar það verkefni að mæta franska liðinu Paris Handball og verður fyrri leikur liðanna spilaður í París 4. eða 5. næsta mánaðar. Í Áskorendakeppninni dróst Fylkir á móti liði St Gallen í Sviss, en fyrri leikurinn verður hér heima í byrjun næsta mánaðar.

Handbolti
Fréttamynd

Munurinn lá í sóknarnýtingunni

Slæm nýting dauðafæra urðu Íslandsmeisturum Fram að falli í leik þeirra gegn Celje Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni í handbolta í gær. Framarar komu heimamönnum í opna skjöldu með góðum leik en lokatölurnar, 35-24, voru of stórar miðað við gang leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach á toppinn

Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær eftir að liðið vann Melsungen á heimavelli sínum í gær, 38-30. Liðið er nú komið með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Hamburg og Nordhorn, en þau hafa leikið einum leik færra.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram

Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg vann

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig.

Handbolti
Fréttamynd

Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu

Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Sigur hjá Lemgo

Alexander Petterson skoraði fjögur mörk og Einar Hólmgeirsson tvö fyrir Grosswallstadt sem sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til Lemgo í gær og tapaði 30-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með Lemgo en komust ekki á blað í leiknum. Tomas Mocsai var markahæstur heimamanna með níu mörk en Florian Kehrmann var með sjö.

Sport
Fréttamynd

Hlynur og Anton dæmdu

Íslenska dómaraparið Hlynur Leifsson og Anton Pálsson dæmdu leik Barcelona og Hammarby í Meistaradeildinni sem fram fór í gær og samkvæmt spjallsíðu stuðningsmanna Barcelona. þóttu dómararnir standa sig vel. Þetta var langstærsta verkefni sem þeir Hlynur og Anton hafa fengið á alþjóðlegum vettvangi og svo virðist sem að þeir hafi nýtt það vel.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre þarf að fara í aðgerð

Varnartröllið Sverre Jakobsson hjá Gummersbach fer í aðgerð á ökkla á morgun til að ráða bót á meiðslum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Sverre hefur ekki getað tekið þátt í síðustu leikjum Gummersbach vegna meiðslanna og kom meðal annars hingað til lands í gifsi þegar Gummersbach heimsótti Fram í Meistaradeildinni í síðustu viku. Sú hvíld gerði ekki sitt gagn og segir Sverrir að aðgerð sé óumflýjanleg.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Gummersbach

Þýska handknattleiksliðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan 36-25 sigur á norsku meisturunum Sandefjord í Meistaradeildinni, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15. Leikurinn fór fram í Leverkusen þar sem heimavöllur Gummersbach er ekki löglegur í Evrópukeppnum.

Handbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Viggó og félögum

Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg unnu öruggan 37-26 útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, en bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Þá skoraði Gylfi Gylfason tvö mörk fyrir lið sitt Wilhelmshavener sem tapaði 29-22 fyrir Hamburg á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Nordhorn í annað sætið

Lærisveinar Ola Lindgren í Nordhorn unnu góðan sigur á Magdeburg í leik kvöldsins í þýska handboltanum 29-25 á heimavelli sínum eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-13. Nordhorn skaust með sigrinum upp að hlið Gummersbach á toppi deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Magdeburg er í 5. sæti með 10 stig eftir 7 leiki.

Sport
Fréttamynd

Jaliesky Garcia úr leik í 6 mánuði

Íslenski landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia leikur ekki með íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi í byrjun næsta árs eftir að hann sleit krossbönd í hné á æfingu með liði sínu Göppingen á föstudag og verður hann frá keppni í að minnsta kosti hálft ár.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur skaut Fram í kaf

Þýska liðið Gummersbach valtaði yfir Fram í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í Laugardalshöll í dag, en eftir að þýska liðið hafði aðeins eins marks forystu í hálfleik 14-13, var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari þar sem Gummersbach tryggði sér öruggan sigur 38-26.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach með nauma forystu í hálfleik

Þýska stórliðið Gummersbach hefur nauma 14-13 forystu gegn Fram þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu, en leikið er í Laugardalshöll. Framarar hafa sannarlega staðið í þýska liðinu og Björgvin Gústavsson hefur varið mjög vel í markinu. Guðjón Valur Sigurðsson er að leika mjög vel með Gummersbach og hefur skorað 6 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Fram - Gummersbach í beinni á Sýn

Leikur Fram og þýska liðsins Gummersbach í meistaradeildinni í handbolta sem fram fer í Laugardalshöllinni klukkan 17 verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og Eurosport 2 í dag. Þarna mætast landsliðsþjálfararnir Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson og íslenskir áhorfendur fá að sjá stjórstjörnuna Guðjón Val Sigurðsson í essinu sínu með félagsliði hér heima í fyrsta skipti í nokkur ár.

Handbolti
Fréttamynd

Stórtap hjá Degi og félögum

Tíu leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Dagur Sigurðsson og félagar í Bregenz steinlágu á heimavelli fyrir franska liðinu Montpellier 29-17 og Evrópumeistarar Ciudad Real unnu góðan útisigur á Szeged 25-20 án Ólafs Stefánssonar sem er meiddur. Þá vann stórlið Celje auðveldan sigur á Sandefjord í riðli Framara, en Fram tekur á móti Gummersbach í Laugardalshöllinni á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Naumt tap hjá Haukum

Karlalið Hauka tapaði naumlega fyrir ítalska liðinu Conversano í EHF-keppninni í handbolta í dag 32-31 og á liðið því ágæta möguleika fyrir síðari leikinn sem fram fer á Ásvöllum næsta sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg lagði Göppingen

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Magdeburg lagði Göppingen á heimavelli sínum 36-29 þar sem Stefan Kretzschmar skoraði 7 mörk, en Jaliesky Garcia lék ekki með Göppingen. Melsungen lagði Lubbecke 36-33 þar sem Þórir Ólafsson skoraði 3 mörk og loks töpuðu Gylfi Gylfason og félagar í Wilhelmshavener 31-30 fyrir Nordhorn.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur hjá Flensburg

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Flensburg unnu í kvöld mikilvægan 35-28 sigur á króatísku meisturunum RK Zagreb á heimavelli sínum í kvöld í leik sem sýndur var beint á Eurosport 2 á Digital Ísland. Joachim Boldsen skoraði 8 mörk fyrir Flensburg og Lars Christiansen skoraði 7 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó og félagar í beinni á Eurosport

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Flensburg etja nú kappi við Króatíumeistara RK Zagreb í meistaradeildinni og er leikurinn sýndur beint á Eurosport 2 sem er að finna Fjölvarpi Digital Ísland.

Handbolti
Fréttamynd

Ademar Leon lagði Barcelona

Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld þegar Ademar Leon gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Barcelona 31-27. Sigfús Sigurðsson átti góðan leik í vörn heimamanna en náði þó ekki að skora í leiknum. Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad Real sem vann Valladolid 30-29 í hörkuspennandi leik.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildin á Fjölvarpinu

Eurosport hefur gert samning við Handknattleikssamband Evrópu um beinar útsendingar frá meistaradeildinni í handbolta og verða leikir þýsku liðanna allir í beinni útsendingu næstu þrjú árin. Þetta þýðir að þeim sem hafa aðgang að fjölvarpinu á Digital Ísland geta séð Íslensku leikmennina fara á kostum með liðum sínum í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Stórsigur hjá Gummersbach

Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar Gummersbach burstaði Grosswallstadt 35-22 en þessi lið berjast í toppbaráttunni í deildinni. Þá töpuðu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg mjög óvænt fyrir Kronau Östringen á útivelli 31-30.

Sport
Fréttamynd

Flensborg vann toppslaginn

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensborg höfðu betur gegn Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 36-29.

Sport
Fréttamynd

Arnór byrjar vel

Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

Ætlar að ljúka ferlinum með Ciudad

Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson hefur gert munnlegt samkomulag við spænska stórliðið Ciudad Real um að framlengja samning sinn um tvö ár við félagið og ætlar því væntanlega að ljúka atvinnumannsferli sínum með liðinu. Ólafur er 33 ára gamall og er almennt álitinn sterkasta örvhenta skytta heimsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur hjá Gummersbach

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach eru enn taplausir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir frækinn útisigur á Kiel í kvöld 39-37, eftir að hafa verið undir 24-20 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt, en þetta var fyrsta tap Kiel á heimavelli í nær þrjú ár.

Sport
Fréttamynd

Alfreð hafði sigur gegn sínum gömlu félögum

Fjögur lið eru enn taplaus í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar aðeins einum leik er ólokið í þriðju umferðinni. Átta leikir voru á dagskrá deildarkeppninnar í dag og þar voru Íslendingarnir áberandi eins og venjulega.

Sport