Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu 8. október 2006 11:45 Á flugi. Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður ógnar hér marki Gummersbach í Evrópuleik liðanna á dögunum. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira