Sport

Flensborg vann toppslaginn

Sverre Jacobsen hjá Gummersbach tekur hér hraustlega á móti Joachim Boldsen, leikmanni Flensborg, í leik liðanna í dag.
Sverre Jacobsen hjá Gummersbach tekur hér hraustlega á móti Joachim Boldsen, leikmanni Flensborg, í leik liðanna í dag. Getty Images

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensborg höfðu betur gegn Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í Gummersbach í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 36-29.

Flensborg náði undirtökunum í leiknum fljótlega í fyrri hálfleik og hafði 16-13 yfir í hálfleik. Gummersbach, leitt áfram af stórleik Daniel Narcisse, gerði hvað það gat til að minnka muninn en á endanum voru Viggó og félagar einfaldlega of sterkir og uppskáru öruggan sigur.

Narcisse skoraði 10 mörk í öllum regnbogans litum fyrir Gummersbach en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk. Róbert Gunnarsson skoraði þrjú en Sverre Jacobsen komst ekki á blað. Hann stóð þó vaktina í vörninni og stóð fyrir sínu.

Hjá Flensborg voru Martin Lijewski og Ljubomir Vranjes markahæstir með sex mörk hvor en næstir komu þeir Blazenko Lackovic og Sören Stryger með fimm mörk.

Flensborg deilir nú toppsæti deildarinnar með Göppingen en bæði lið hafa unnið alla fjóra leiki sína. Gummersbach er í þriðja sæti með jafnmörg stig en hefur spilað fimm leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×