Viðskiptaverðlaun Innherja

Fréttamynd

Gjörbyltu gömlu ríkisfyrirtæki og fengu gott verð fyrir

Jón Sigurðsson, sem leiðir eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, var valinn viðskiptamaður ársins á Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021 fyrir stöðuga verðmætaaukningu í íslensku atvinnulífi með áhrifafjárfestingum Stoða. Þetta er verðmætaaukning sem verður ekki til af sjálfu sér heldur með úthugsaðri stefnumótun áður en Stoðir kaupa sig inn í félög.

Innherji
Fréttamynd

Viðskiptaverðlaun Innherja og 1881 veitt á miðvikudag

Viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verða veitt á miðvikudaginn, þar sem fólk og fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir góðan árangur. Dómnefnd Innherja byggir val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin eru nú haldin í fyrsta sinn, en verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rennur til góðs málefnis.

Innherji
Fréttamynd

Við­skipta­verð­laun Inn­herja 2021: Fortuna Invest, Agnar Tómas Möller og Örn Þor­steins­son til­nefnd í flokknum Spá­maðurinn

Fortuna Invest, Örn Þorsteinsson hjá Akta og Agnar Tómas Möller hjá Kviku eru öll tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Spámaðurinn. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.

Innherji