HM karla í handbolta 2023

Fréttamynd

„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“

Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég spilaði fínan leik“

Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á sterku liði Austurríkis í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Lokatölur 30-34.

Handbolti
Fréttamynd

„Hefði viljað fá fleiri mörk“

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“

Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur og Daníel utan hóps í dag

Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Liðið hefur þroskast gríðarlega“

Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar.

Handbolti