
Portúgalski boltinn

Fyrrum leikmaður ÍBV á leið til Arsenal
Kanadíska landsliðskonan Cloe Lacasse virðist vera á leið til stórliðs Arsenal en hún kvaddi stuðningsmenn Benfica á samfélagsmiðlum í dag.

Elías Rafn gæti verið á leið til Portúgals
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson gæti verið á leið til Portúgals á láni frá Midtjylland í Danmörku.

Cloé Eyja að eiga sitt besta tímabil
Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse hefur átt frábært tímabil með Benfica í Portúgal.

Inter naumlega áfram eftir að leggja rútunni í Portúgal
Inter Milan er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Porto í Portúgal. Inter vann fyrri leikinn 1-0 og er því komið áfram.

Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica
Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt.

Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“
Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins.

Chelsea með mettilboð í argentínska heimsmeistarann
Chelsea er ekki hætt að kaupa leikmenn í þessum félagsskiptaglugga því samkvæmt nýjust fréttum af Brúnni þá hefur enska úrvalsdeildarfélagið boðið 120 milljónir evra í Enzo Fernandez hjá Benfica.

Markvörður niðurlægði sóknarmann ekki einu sinni heldur tvisvar
Nútímamarkvörður í fótbolta þarf að vera góður í fótbolta og sumir kunna orðið sitthvað fyrir sér þegar kemur að leikni með boltann.

Roberto Martinez tekur við portúgalska landsliðinu
Roberto Martinez, fyrrum þjálfari Belga, er tekinn við sem þjálfari portúgalska landsliðsins. Portúgalska sambandið staðfesti þetta á sínum miðlum.

Segist ekki vita hvort Fernandez hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Benfica
Roger Schmidt, þjálfari Benfica, viðurkennir að Enzo Fernandez gæti yfirgefið félagið í janúar. Fernandez hefur verið sterklega orðaður við Chelsea en Argentínumaðurinn var valinn besti ungi leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar.

Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu
Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar.

Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos?
Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos?

Brá í brún þegar félagið tilkynnti að hann væri látinn
Portúgalska stórliðið Porto tilkynnti í gær um andlát Domingos Gomes, sem var yfirlæknir fótboltaliðs félagsins um árabil. Gomes er aftur á móti sprelllifandi.

Sjáðu mergjað mark frá markverði Benfica
Markvörður varaliðs Benfica skoraði eitt af mörkum ársins í portúgölsku B-deildinni í gær.

Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“
Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu.

Systir Ronaldos: „Portúgalir eru veikir, sálarlausir, heimskir og eilíflega vanþakklátir“
Systir Cristianos Ronaldo er afar ósátt með stuðningsmenn portúgalska landsliðsins eftir að þeir gagnrýndu bróður hennar.

Stóð í tæpar tíu sekúndur eins og stytta áður en hann tók vítið
Esmiraldo Sá Silva, leikmaður Feirense í portúgöslku B-deildinni, tók afar áhugaverða vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leixoes í kvöld. Hann stóð þá heillengi eins og stytta yfir boltanum áður en hann lét vaða.