Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15 Hryðjuverkamálið til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins. Innlent 8.4.2024 17:18 Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Innlent 13.3.2024 22:41 Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Innlent 12.3.2024 16:39 „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. Innlent 12.3.2024 13:42 Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Innlent 12.3.2024 13:04 „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. Innlent 13.2.2024 15:40 Óskiljanlegt að sakborningarnir segi samræður sínar grín Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi. Innlent 13.2.2024 12:15 Telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, nánar tiltekið við byssu. Innlent 13.2.2024 07:01 Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 19:41 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Innlent 12.2.2024 14:52 Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 13:19 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Innlent 12.2.2024 11:52 Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Innlent 10.2.2024 12:10 „Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Innlent 9.2.2024 22:01 Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Innlent 9.2.2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. Innlent 9.2.2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra Innlent 9.2.2024 12:33 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. Innlent 9.2.2024 11:11 „Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. Innlent 8.2.2024 21:00 Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. Innlent 8.2.2024 18:12 Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. Innlent 8.2.2024 12:26 Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. Innlent 8.2.2024 09:01 Hugsanlegt að öfgamenn á Íslandi verði hryðjuverkamenn Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfgafulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi. Innlent 7.2.2024 22:02 Árið 2023 í myndum: Skjálftar á skjálfta ofan Það var titringur víða í samfélaginu árið 2023. Hatrammar kjaradeilur settu mark sitt á árið og tekist var á um hvalveiðar, útlendingamál og valdheimildir lögreglu, svo eitthvað sé nefnt. Innlent 2.1.2024 08:47 Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. Innlent 15.11.2023 21:17 Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. Innlent 15.11.2023 19:37 Telja að dómarinn sé vanhæfur Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. Innlent 30.10.2023 11:06 Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. Innlent 23.10.2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Innlent 5.10.2023 21:17 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15
Hryðjuverkamálið til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins. Innlent 8.4.2024 17:18
Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Innlent 13.3.2024 22:41
Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Innlent 12.3.2024 16:39
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. Innlent 12.3.2024 13:42
Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Innlent 12.3.2024 13:04
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. Innlent 13.2.2024 15:40
Óskiljanlegt að sakborningarnir segi samræður sínar grín Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi. Innlent 13.2.2024 12:15
Telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, nánar tiltekið við byssu. Innlent 13.2.2024 07:01
Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 19:41
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Innlent 12.2.2024 14:52
Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 13:19
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Innlent 12.2.2024 11:52
Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Innlent 10.2.2024 12:10
„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Innlent 9.2.2024 22:01
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Innlent 9.2.2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. Innlent 9.2.2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra Innlent 9.2.2024 12:33
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. Innlent 9.2.2024 11:11
„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. Innlent 8.2.2024 21:00
Sindri segir meinta skipulagningu hryðjuverka hafa verið grín Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi. Innlent 8.2.2024 18:12
Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. Innlent 8.2.2024 12:26
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. Innlent 8.2.2024 09:01
Hugsanlegt að öfgamenn á Íslandi verði hryðjuverkamenn Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfgafulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi. Innlent 7.2.2024 22:02
Árið 2023 í myndum: Skjálftar á skjálfta ofan Það var titringur víða í samfélaginu árið 2023. Hatrammar kjaradeilur settu mark sitt á árið og tekist var á um hvalveiðar, útlendingamál og valdheimildir lögreglu, svo eitthvað sé nefnt. Innlent 2.1.2024 08:47
Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. Innlent 15.11.2023 21:17
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. Innlent 15.11.2023 19:37
Telja að dómarinn sé vanhæfur Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. Innlent 30.10.2023 11:06
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. Innlent 23.10.2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Innlent 5.10.2023 21:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent