Kosningar á Ítalíu

Fréttamynd

Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni

Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám.

Erlent
Fréttamynd

Meloni orðin forsætisráðherra

Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 

Erlent
Fréttamynd

Hinsegin fólk óttast um hag sinn undir róttækri hægristjórn

Orðræða og stefnuskrár tveggja róttækra hægriflokka sem unnu sigur í ítölsku þingkosningunum um helgina vekja ugg á meðal hinsegin fólks í landinu. Líklegasta forsætirsáðherraefnið hefur sagst óvinur „LGBT-þrýstihópsins“ og „kynjaðrar hugmyndafræði“.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik.

Erlent
Fréttamynd

„Ítalía valdi okkur“

Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd.

Erlent
Fréttamynd

Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga

Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini.

Erlent
Fréttamynd

Hægri­flokkarnir stefna á stór­sigur með öfga­hægri­konu í farar­broddi

Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Fer í framboð 95 ára

Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus.

Erlent
Fréttamynd

Mario Draghi segir af sér

Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki.

Erlent
Fréttamynd

Ólga á Ítalíu

Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin á Ítalíu er sprungin

Ríkisstjórnin á Ítalíu féll rétt í þessu eftir að flokkurinn Five Star sagði sig úr stjórnarsamstarfi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér í kvöld.

Erlent