Kjaraviðræður 2023-25

Fréttamynd

Spyr hvort for­eldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­menn á leið í verk­fall

Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Fer hörðum orðum um kjara­samninga og segir nálgun SA hafa beðið „skip­brot“

Nálgun Samtaka atvinnulífsins í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, með áherslu á krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á taxtalaunum og valdið launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja, hefur beðið „skipbrot“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hún er jafnframt stjórnarmaður í SA og var áður í framkvæmdastjórn samtakanna. Vegna þessarar nálgunar „datt henni ekki í hug“ að samþykkja svonefndan stöðugleikasamning á liðnu ári á vettvangi SA og telur að með sama áframhaldi muni það leiða til þess að atvinnugreinarnar „fari í sundur“ og sjái um það sjálfar að semja við stéttarfélögin.

Innherji
Fréttamynd

Opið bréf til for­eldra í Stakka­borg

Kæru foreldrar og forráðamenn. Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

13,5 milljónir

Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa verkföll: „Þetta er ömur­leg staða að svona skuli standa“

Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum framhaldskólakennara við ríkið að sögn formanns Félags framhaldsskólakennara. Félagið hefur hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum sem formaðurinn vonar þó að ekki þurfi að grípa til. Að svo stöddu fæst ekki gefið upp í hvaða framhaldsskólum verkföll koma til greina. Þeir verða þó fleiri en í síðustu aðgerðum og ná til nokkur hundruð kennara.

Innlent
Fréttamynd

Hvað með það þótt sér­fræðingar að sunnan fari í verk­fall?

Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin?

Skoðun
Fréttamynd

Hefja undir­búning verk­falla í fram­halds­skólum

Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Þungt hljóð í sál­fræðingum sem felldu samning í gær

Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

„Við förum alltaf í ein­hvern átakagír“

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Munu næstu fjögur ár nægja?

Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinna að því að koma í veg fyrir frekari að­gerðir hjá kennurum

Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Laun hjúkrunar­fræðinga nú sam­bæri­leg við BHM

Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Að þora að stíga skref

Árið 2024 hefur ekki bara verið viðburðaríkt þegar kemur að því að velja einstaklinga til að leiða þjóð, þing og kirkju. Eitt af því sem einkenndi árið var vinna við kjarasamninga, bæði á opinberum og almennum markaði. Sumum samningum tókst að ljúka á meðan aðrir, þar á meðal samningar við aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), eru enn í viðræðuferli.

Skoðun
Fréttamynd

Von­góð um að ís­lenskir læknar er­lendis muni snúa heim

Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er ein­hvern veginn í spennufalli“

Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný.

Innlent
Fréttamynd

Önnin kláruð með eðli­legum hætti í MR

Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Kennara­verk­falli frestað

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 

Innlent