Andlát barns á Nýbýlavegi Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15 Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56 Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25 Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. Innlent 17.9.2024 12:17 Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Innlent 16.9.2024 15:07 Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. Innlent 12.9.2024 10:11 Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. Innlent 24.7.2024 21:35 Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12 Hafi líka reynt að bana eldri syni sínum Kona sem ákærð hefur verið fyrir að verða sex ára syni sínum að bana á Nýbýlavegi í lok janúar sætir einnig ákæru fyrir að hafa reynt að myrða ellefu ára son sinn. Innlent 24.4.2024 12:40 Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. Innlent 23.4.2024 18:27 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. Innlent 4.4.2024 13:35 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 11.3.2024 17:07 Gæsluvarðhald yfir móðurinni framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum, um fjórar vikur. Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni. Innlent 7.2.2024 14:35 Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Innlent 2.2.2024 15:17 Telja sig vera með skýra mynd af atburðum á Nýbýlavegi Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi miði vel. Lögreglan telji sig vera komna með skýra mynd af atburðum. Innlent 2.2.2024 11:59 Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56 Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34 Andlát sex ára barns til rannsóknar hjá lögreglu Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Innlent 31.1.2024 15:19 Umfangsmikil lögregluaðgerð í Kópavogi Lögregla verst allra frétta af stórri lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun. Innlent 31.1.2024 11:56
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15
Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56
Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. Innlent 17.9.2024 12:17
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Innlent 16.9.2024 15:07
Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Aðalmeðferð í máli fimmtugrar konu sem sætir ákæru fyrir að orðið sex ára syni sínum að bana og reynt að bana eldri syni sínum í janúar er hafin í Héraðsdómi Reykjaness. Þinghaldið er lokað fjölmiðlum. Innlent 12.9.2024 10:11
Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. Innlent 24.7.2024 21:35
Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12
Hafi líka reynt að bana eldri syni sínum Kona sem ákærð hefur verið fyrir að verða sex ára syni sínum að bana á Nýbýlavegi í lok janúar sætir einnig ákæru fyrir að hafa reynt að myrða ellefu ára son sinn. Innlent 24.4.2024 12:40
Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. Innlent 23.4.2024 18:27
Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. Innlent 4.4.2024 13:35
Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 11.3.2024 17:07
Gæsluvarðhald yfir móðurinni framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum, um fjórar vikur. Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni. Innlent 7.2.2024 14:35
Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Innlent 2.2.2024 15:17
Telja sig vera með skýra mynd af atburðum á Nýbýlavegi Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi miði vel. Lögreglan telji sig vera komna með skýra mynd af atburðum. Innlent 2.2.2024 11:59
Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56
Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34
Andlát sex ára barns til rannsóknar hjá lögreglu Andlát sex ára barns í Kópavogi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Innlent 31.1.2024 15:19
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Kópavogi Lögregla verst allra frétta af stórri lögregluaðgerð sem átti sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun. Innlent 31.1.2024 11:56
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent