Stj.mál Margir staðir komu til greina "Þarna varð að líta til margra þátta og margir aðrir staðir en Selfoss komu vel til greina," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, en hann hefur ákveðið að fyrirhuguð Landbúnaðarstofnun, sem tekur til starfa á næsta ári, verði staðsett á Selfossi. Innlent 13.10.2005 19:17 Stjórnarslit hafi ekki verið nærri Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:17 Bæjarstjóraskipti í Kópavogi Bæjarstjóraskipti verða í Kópavogi í fyrramálið þegar Gunnar I. Birgisson tekur við embættinu af Hansínu Ástu Björgvinsdóttur en hún hefur gegnt starfinu frá því Sigurður Geirdal lést á síðasta ári. Hansína tekur við starfi formanns bæjarráðs sem Gunnar hefur gegnt samfellt frá árinu 1990. Innlent 13.10.2005 19:17 Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 13.10.2005 19:17 Réttarhöldin handan við hornið? Jalal Talabani, forseti Íraks, telur að réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, geti líklega hafist innan tveggja mánaða. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þetta kom fram í viðtali við Talabani á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í dag. Innlent 13.10.2005 19:17 Halldór andvígur ljósmyndasýningu Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sendi Steinunni V. Óskarsdóttir borgarstjóra í Reykjavík, í gær bréf þar sem hann mótmælir því að Reykjavíkurborg noti Austurvöll undir ljósmyndasýningu á. Halldór setti álíka mótmæli fram í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:17 Áhugi á fríverslun við Indland Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og dr. Abdul Kamal Indlandsforseti funduðu í gær í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fundinum ræddu þeir um nauðsyn þess að finna leiðir til að auka viðskipti milli landanna og minntist Halldór á að áhugi væri fyrir því hér á landi að koma á fríverslun við Indland. Einnig var rætt um möguleg samstarfsverkefni í tengslum við lyfjaiðnað og sjávarútveg. Þá ræddu þeir um aukið samstarf milli vísindamanna, einkum jarðvísindamanna. Innlent 13.10.2005 19:17 Vildi kynna sér fiskiðnað Indlandsforseti byrjaði gærdaginn á því að skoða frystitogara í Reykjavíkurhöfn. Einnig fundaði hann með Halldóri Ásgrímssyni, skoðaði Nesjavelli og tók sér far með vetnsisstrætisvagni. Innlent 13.10.2005 19:17 Mira Markovic úr útlegð Yfirvöld í Serbíu ákváðu í dag að fella niður alþjóðalega handtökuskipun á Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og heimila henni að snúa aftur til Serbíu eftir að hafa verið í útlegð í Rússlandi í tvö ár. Erlent 13.10.2005 19:17 Deilan um málefni sérskóla leyst Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. Innlent 13.10.2005 19:17 Staðfesti símafund Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, staðfesti í viðtali í morgunþætti Talstöðvarinnar í gær að Halldór hefði átt samtal við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks um það hvort þeir gætu sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum haustið 2002. Innlent 13.10.2005 19:17 Borgarstjóraefni í áttunda sæti Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum. Innlent 13.10.2005 19:17 Hollendingar fylgi ekki Frökkum Fylgjendur stjórnarskrár Evrópusambandsins í Hollandi hvetja nú landa sína til að fylgja ekki Frökkum eftir og samþykkja nýja stjórnarskrá á morgun þegar þjóðin kýs um hana. Skoðanakannanir benda þó allar til að um sextíu prósent landsmanna muni hafna henni. Erlent 13.10.2005 19:17 Ræddi ekki átök og hótaði engu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa hótað stjórnarslitum vegna deilna um eignarhald á Vátryggingafélagi Íslands. S-hópurinn svonefndi átti helminginn í VÍS á móti Landsbankanum en keypti hlut bankans í fyllingu tímans. S-hópurinn og VÍS urðu síðar annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Innlent 13.10.2005 19:17 21 milljarður í landfyllingar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveðið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey. Innlent 13.10.2005 19:17 Rökstuðningur ókominn Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi er að ganga frá rökstuðningi fyrir ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í stöðu framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins í byrjun mánaðarins. Guðjón var ráðinn með atkvæðum þriggja sjálfstæðismanna í stjórn dvalarheimilsins. Innlent 13.10.2005 19:17 Ráðherra óskar eftir upplýsingum Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um atvikið sem átti sér stað þegar rúmlega áttatíu þúsund rúmlítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni í Sellafield. Innlent 13.10.2005 19:17 Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:17 Hótaði aldrei stjórnarslitum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist aldrei hafa hótað stjórnarslitum í kringum sölu bankanna. Hann segir úttekt <em>Fréttablaðsins</em> á sölu ríkisbankanna innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:17 Hótaði aldrei stjórnarslitum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á. Innlent 13.10.2005 19:17 Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Erlent 13.10.2005 19:17 S-hópurinn fékk milljarða að láni Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:17 Vilja að R-listinn starfi áfram Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Innlent 13.10.2005 19:17 Stöðva ekki kjarnorkuáform Írana Fyrrverandi yfirmaður ísraelska flughersins segir að ekki verði hægt að stöðva kjarnorkuáform Írana, en það sé hins vegar hægt að seinka því að þeir smíði kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 19:17 Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. Erlent 13.10.2005 19:17 Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:17 Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. Erlent 13.10.2005 19:17 ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:17 Breytingar á ríkisstjórninni Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn. Innlent 13.10.2005 19:17 Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 13.10.2005 19:17 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 187 ›
Margir staðir komu til greina "Þarna varð að líta til margra þátta og margir aðrir staðir en Selfoss komu vel til greina," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, en hann hefur ákveðið að fyrirhuguð Landbúnaðarstofnun, sem tekur til starfa á næsta ári, verði staðsett á Selfossi. Innlent 13.10.2005 19:17
Stjórnarslit hafi ekki verið nærri Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:17
Bæjarstjóraskipti í Kópavogi Bæjarstjóraskipti verða í Kópavogi í fyrramálið þegar Gunnar I. Birgisson tekur við embættinu af Hansínu Ástu Björgvinsdóttur en hún hefur gegnt starfinu frá því Sigurður Geirdal lést á síðasta ári. Hansína tekur við starfi formanns bæjarráðs sem Gunnar hefur gegnt samfellt frá árinu 1990. Innlent 13.10.2005 19:17
Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 13.10.2005 19:17
Réttarhöldin handan við hornið? Jalal Talabani, forseti Íraks, telur að réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, geti líklega hafist innan tveggja mánaða. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þetta kom fram í viðtali við Talabani á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í dag. Innlent 13.10.2005 19:17
Halldór andvígur ljósmyndasýningu Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sendi Steinunni V. Óskarsdóttir borgarstjóra í Reykjavík, í gær bréf þar sem hann mótmælir því að Reykjavíkurborg noti Austurvöll undir ljósmyndasýningu á. Halldór setti álíka mótmæli fram í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:17
Áhugi á fríverslun við Indland Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og dr. Abdul Kamal Indlandsforseti funduðu í gær í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fundinum ræddu þeir um nauðsyn þess að finna leiðir til að auka viðskipti milli landanna og minntist Halldór á að áhugi væri fyrir því hér á landi að koma á fríverslun við Indland. Einnig var rætt um möguleg samstarfsverkefni í tengslum við lyfjaiðnað og sjávarútveg. Þá ræddu þeir um aukið samstarf milli vísindamanna, einkum jarðvísindamanna. Innlent 13.10.2005 19:17
Vildi kynna sér fiskiðnað Indlandsforseti byrjaði gærdaginn á því að skoða frystitogara í Reykjavíkurhöfn. Einnig fundaði hann með Halldóri Ásgrímssyni, skoðaði Nesjavelli og tók sér far með vetnsisstrætisvagni. Innlent 13.10.2005 19:17
Mira Markovic úr útlegð Yfirvöld í Serbíu ákváðu í dag að fella niður alþjóðalega handtökuskipun á Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og heimila henni að snúa aftur til Serbíu eftir að hafa verið í útlegð í Rússlandi í tvö ár. Erlent 13.10.2005 19:17
Deilan um málefni sérskóla leyst Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. Innlent 13.10.2005 19:17
Staðfesti símafund Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, staðfesti í viðtali í morgunþætti Talstöðvarinnar í gær að Halldór hefði átt samtal við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks um það hvort þeir gætu sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum haustið 2002. Innlent 13.10.2005 19:17
Borgarstjóraefni í áttunda sæti Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum. Innlent 13.10.2005 19:17
Hollendingar fylgi ekki Frökkum Fylgjendur stjórnarskrár Evrópusambandsins í Hollandi hvetja nú landa sína til að fylgja ekki Frökkum eftir og samþykkja nýja stjórnarskrá á morgun þegar þjóðin kýs um hana. Skoðanakannanir benda þó allar til að um sextíu prósent landsmanna muni hafna henni. Erlent 13.10.2005 19:17
Ræddi ekki átök og hótaði engu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa hótað stjórnarslitum vegna deilna um eignarhald á Vátryggingafélagi Íslands. S-hópurinn svonefndi átti helminginn í VÍS á móti Landsbankanum en keypti hlut bankans í fyllingu tímans. S-hópurinn og VÍS urðu síðar annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Innlent 13.10.2005 19:17
21 milljarður í landfyllingar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveðið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey. Innlent 13.10.2005 19:17
Rökstuðningur ókominn Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi er að ganga frá rökstuðningi fyrir ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í stöðu framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins í byrjun mánaðarins. Guðjón var ráðinn með atkvæðum þriggja sjálfstæðismanna í stjórn dvalarheimilsins. Innlent 13.10.2005 19:17
Ráðherra óskar eftir upplýsingum Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um atvikið sem átti sér stað þegar rúmlega áttatíu þúsund rúmlítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni í Sellafield. Innlent 13.10.2005 19:17
Raffarin sagði af sér Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér. Hann afhenti Jacques Chirac forseta afsögn sína fyrir stundu. Chirac hefur tilnefnt Dominique de Villepin sem eftirmann Raffarins en afsögn hans kemur í kjölfar þess að Frakkar kolfelldu stjórnarskrá Evrópusambandsins í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:17
Hótaði aldrei stjórnarslitum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist aldrei hafa hótað stjórnarslitum í kringum sölu bankanna. Hann segir úttekt <em>Fréttablaðsins</em> á sölu ríkisbankanna innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:17
Hótaði aldrei stjórnarslitum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á. Innlent 13.10.2005 19:17
Ekki áhrif á stækkun ESB Talsmaður Evrópusambandsins segir að framkvæmdastjórnin vilji ekki að fall stjórnarskrár sambandsins í kosningunum í Frakklandi í gær hafi áhrif á stækkun þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur gefið í skyn að hann kunni að reka Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Erlent 13.10.2005 19:17
S-hópurinn fékk milljarða að láni Landsbankinn lánaði félögum innan S-hópsins milljarða króna áður en bankinn var seldur Samson. Lánið var á góðum kjörum og var notað til að greiða fyrri greiðslu S-hópsins í Búnaðarbankanum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:17
Vilja að R-listinn starfi áfram Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Innlent 13.10.2005 19:17
Stöðva ekki kjarnorkuáform Írana Fyrrverandi yfirmaður ísraelska flughersins segir að ekki verði hægt að stöðva kjarnorkuáform Írana, en það sé hins vegar hægt að seinka því að þeir smíði kjarnorkusprengjur. Erlent 13.10.2005 19:17
Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. Erlent 13.10.2005 19:17
Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:17
Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. Erlent 13.10.2005 19:17
ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:17
Breytingar á ríkisstjórninni Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn. Innlent 13.10.2005 19:17
Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 13.10.2005 19:17