Stj.mál Engin truflandi áhrif í útboði "Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu tilboði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, um gagnrýni á útboð bæjarins á byggingarlóðum við Bjarkarás. Innlent 13.10.2005 15:24 Össur fái aðeins laun frá flokknum Formaður Samfylkingarinnar má ekki þiggja laun fyrir það starf frá öðrum en flokknum ef tillaga Birgis Dýrfjörð verður samþykkt á komandi landsþingi flokksins. Samkvæmt eftirlaunalögunum sem samþykkt voru í lok árs 2003 fá formenn stjórnmálaflokka á þingi um 230.000 krónur á mánuði auk þingmannalauna. Innlent 13.10.2005 15:24 Staða eldra starfsfólks styrkt Árni Magnússon félagsmálaráðherra vill að hafið verði sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Hefur nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins lagt það til við stjórnvöld að slíku verkefni verði hrundið úr vör. Innlent 13.10.2005 15:24 Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24 Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24 Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Innlent 13.10.2005 15:23 Þáðu eftirlaun í fullu starfi Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaun á síðasta ári á sama tíma og þeir gegndu fullu starfi á vegum hins opinbera. Launagreiðslurnar eru tilkomnar vegna lagabreytinga sem meðal annars höfðu það markmið að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Ráðherrarnir fyrrverandi eiga heima í almennum lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að mati formanns BSRB. Innlent 13.10.2005 15:23 Kristinn útilokar ekki framboð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir forystu flokksins úr takti við almennan vilja flokksmanna. Hann útilokar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins. Innlent 13.10.2005 15:23 Fá allt að 400 þúsund ofan á laun Dæmi eru um að fyrrverandi ráðherrar sem gegna sendiherrastöðu geti haft allt að fjögur hundruð þúsund krónur ofan á laun sendiherra sem eru um milljón á mánuði. Innlent 13.10.2005 15:23 Sérsniðin lífeyrislög hneyksli Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt á þingi árið 2003 að samkvæmt því gætu fyrrverandi ráðherrar þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ekki athugasemdir við að þeir njóti góðra lífeyriskjara sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Davíð og Halldór einir um ákvörðun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Innlent 13.10.2005 15:23 Tveggja manna ákvörðun segir Guðni Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Innlent 13.10.2005 15:23 Mandela til liðs við Breta Nelson Mandela mun taka þátt í svokallaðri Marshall-aðstoð Breta sem felst í að vinna gegn fátækt og skuldasöfnun fátækustu ríkja Afríku. Hann tilkynnti þetta eftir að fund sinn með Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í Suður-Afríku í dag. Leiðtoginn mun meðal annars taka þátt í ráðstefnu í tengslum við verkefnið í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 15:23 Yfirlýsingin bíður birtingar Yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem framgöngu íslenskra stjórnvalda í Íraksmálinu er mótmælt mun birtast í vikunni í bandaríska dagblaðinu New York Times. Innlent 13.10.2005 15:23 Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta. Innlent 13.10.2005 15:23 Hvítasunnumenn gegn R-listanum Ásakanir Alfreðs Þorsteinssonar á hendur hvítasunnumönnum vekja spurningar hvort fámennir hópar geti náð tangarhaldi á stjórnmálaflokkum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:22 Lög flokksins heimila vorþing Vaxandi líkur eru á vorþingi Samfylkingar. Össur og Ingibjörg sætta sig bæði við að landsfundi verði flýtt. Tímasetningin var rædd í framkvæmdastjórn flokksins. Formaður er kosinn í póstkosningu og úrslit tilkynnt á landsfundi. Innlent 13.10.2005 15:22 Ríkið niðurgreiðir rafmagnið Garðyrkjubændur og fiskvinnslufyrirtæki eru uggandi vegna hækkunar á raforkuverði til þeirra. Ný raforkulög heimila ekki að dreifingarkostnaði til þerra sé velt yfir á aðra notendur. Útlit er fyrir að ríkið taki á sig niðurgreiðsluna. Innlent 13.10.2005 15:23 Kosningin styrkir Samfylkinguna Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Innlent 13.10.2005 15:22 Guðni segir slag óheppilegan Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að átök um embættið á flokksþingi í næsta mánuði væru óheppileg. Hann segist þó ekki óttast mótframboð. Innlent 13.10.2005 15:23 65 milljónum veitt til smáeyja Ríkisstjórn Íslands mun á næstu þremur árum verja um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda í smáeyþróunarríkjum. Innlent 13.10.2005 15:22 Sundabraut bíður enn Frestað var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í vikunni afgreiðslu á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um Sundabraut. Innlent 13.10.2005 15:22 Landsfundur Samfylkingar í vor Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Innlent 13.10.2005 15:22 Í fullu starfi og á eftirlaunum Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Innlent 13.10.2005 15:22 Gæti borgað sjúkrahús á 12 árum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs harmar hugmyndir um að bjóða landsmönnum nýjan Landspítala fyrir einkavæðingu Símans, en lýsir um leið fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu bættrar heilbrigðisþjónustu. Innlent 13.10.2005 15:22 Ræddi við forsetann Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 15:22 Vill að R-listinn starfi áfram Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að vísasti vegurinn til að tryggja Sjálfstæðisflokknum völd í Reykjavík sé að hætta samstarfi Reykjavíkurlistans. Hann er eindreginn stuðningsmaður þess að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 15:21 Alfreð segist ekki hætta Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langs aldurs í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:21 Fundað um Kárahnjúkamál Boðað hefur verið til fundar í félagsmálanefnd Alþingis á föstudaginn kemur að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni þar sem ræða á starfsmannamál á Kárahnjúkasvæðinu og framkvæmd á samningum við Impregilo. Innlent 13.10.2005 15:21 Ekkert fararsnið á Alfreð Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ekkert fararsnið á sér úr borgarpólitík. Hann blæs á þau sjónarmið samflokksmanna sinna í Framsóknarflokknum að tími sé kominn til að hann snúi sér að öðrum verkefnum og segir gagnrýnina eiga rætur að rekja til vonbrigða þeirra með eigin framgöngu. Innlent 13.10.2005 15:21 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 187 ›
Engin truflandi áhrif í útboði "Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu tilboði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, um gagnrýni á útboð bæjarins á byggingarlóðum við Bjarkarás. Innlent 13.10.2005 15:24
Össur fái aðeins laun frá flokknum Formaður Samfylkingarinnar má ekki þiggja laun fyrir það starf frá öðrum en flokknum ef tillaga Birgis Dýrfjörð verður samþykkt á komandi landsþingi flokksins. Samkvæmt eftirlaunalögunum sem samþykkt voru í lok árs 2003 fá formenn stjórnmálaflokka á þingi um 230.000 krónur á mánuði auk þingmannalauna. Innlent 13.10.2005 15:24
Staða eldra starfsfólks styrkt Árni Magnússon félagsmálaráðherra vill að hafið verði sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Hefur nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins lagt það til við stjórnvöld að slíku verkefni verði hrundið úr vör. Innlent 13.10.2005 15:24
Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24
Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24
Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Innlent 13.10.2005 15:23
Þáðu eftirlaun í fullu starfi Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaun á síðasta ári á sama tíma og þeir gegndu fullu starfi á vegum hins opinbera. Launagreiðslurnar eru tilkomnar vegna lagabreytinga sem meðal annars höfðu það markmið að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Ráðherrarnir fyrrverandi eiga heima í almennum lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að mati formanns BSRB. Innlent 13.10.2005 15:23
Kristinn útilokar ekki framboð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir forystu flokksins úr takti við almennan vilja flokksmanna. Hann útilokar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins. Innlent 13.10.2005 15:23
Fá allt að 400 þúsund ofan á laun Dæmi eru um að fyrrverandi ráðherrar sem gegna sendiherrastöðu geti haft allt að fjögur hundruð þúsund krónur ofan á laun sendiherra sem eru um milljón á mánuði. Innlent 13.10.2005 15:23
Sérsniðin lífeyrislög hneyksli Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt á þingi árið 2003 að samkvæmt því gætu fyrrverandi ráðherrar þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir ekki athugasemdir við að þeir njóti góðra lífeyriskjara sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir þjóðina. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Davíð og Halldór einir um ákvörðun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Innlent 13.10.2005 15:23
Tveggja manna ákvörðun segir Guðni Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Innlent 13.10.2005 15:23
Mandela til liðs við Breta Nelson Mandela mun taka þátt í svokallaðri Marshall-aðstoð Breta sem felst í að vinna gegn fátækt og skuldasöfnun fátækustu ríkja Afríku. Hann tilkynnti þetta eftir að fund sinn með Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í Suður-Afríku í dag. Leiðtoginn mun meðal annars taka þátt í ráðstefnu í tengslum við verkefnið í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 15:23
Yfirlýsingin bíður birtingar Yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem framgöngu íslenskra stjórnvalda í Íraksmálinu er mótmælt mun birtast í vikunni í bandaríska dagblaðinu New York Times. Innlent 13.10.2005 15:23
Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta. Innlent 13.10.2005 15:23
Hvítasunnumenn gegn R-listanum Ásakanir Alfreðs Þorsteinssonar á hendur hvítasunnumönnum vekja spurningar hvort fámennir hópar geti náð tangarhaldi á stjórnmálaflokkum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:22
Lög flokksins heimila vorþing Vaxandi líkur eru á vorþingi Samfylkingar. Össur og Ingibjörg sætta sig bæði við að landsfundi verði flýtt. Tímasetningin var rædd í framkvæmdastjórn flokksins. Formaður er kosinn í póstkosningu og úrslit tilkynnt á landsfundi. Innlent 13.10.2005 15:22
Ríkið niðurgreiðir rafmagnið Garðyrkjubændur og fiskvinnslufyrirtæki eru uggandi vegna hækkunar á raforkuverði til þeirra. Ný raforkulög heimila ekki að dreifingarkostnaði til þerra sé velt yfir á aðra notendur. Útlit er fyrir að ríkið taki á sig niðurgreiðsluna. Innlent 13.10.2005 15:23
Kosningin styrkir Samfylkinguna Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Innlent 13.10.2005 15:22
Guðni segir slag óheppilegan Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að átök um embættið á flokksþingi í næsta mánuði væru óheppileg. Hann segist þó ekki óttast mótframboð. Innlent 13.10.2005 15:23
65 milljónum veitt til smáeyja Ríkisstjórn Íslands mun á næstu þremur árum verja um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda í smáeyþróunarríkjum. Innlent 13.10.2005 15:22
Sundabraut bíður enn Frestað var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í vikunni afgreiðslu á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um Sundabraut. Innlent 13.10.2005 15:22
Landsfundur Samfylkingar í vor Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Innlent 13.10.2005 15:22
Í fullu starfi og á eftirlaunum Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Innlent 13.10.2005 15:22
Gæti borgað sjúkrahús á 12 árum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs harmar hugmyndir um að bjóða landsmönnum nýjan Landspítala fyrir einkavæðingu Símans, en lýsir um leið fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu bættrar heilbrigðisþjónustu. Innlent 13.10.2005 15:22
Ræddi við forsetann Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. Innlent 13.10.2005 15:22
Vill að R-listinn starfi áfram Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að vísasti vegurinn til að tryggja Sjálfstæðisflokknum völd í Reykjavík sé að hætta samstarfi Reykjavíkurlistans. Hann er eindreginn stuðningsmaður þess að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Innlent 13.10.2005 15:21
Alfreð segist ekki hætta Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langs aldurs í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:21
Fundað um Kárahnjúkamál Boðað hefur verið til fundar í félagsmálanefnd Alþingis á föstudaginn kemur að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni þar sem ræða á starfsmannamál á Kárahnjúkasvæðinu og framkvæmd á samningum við Impregilo. Innlent 13.10.2005 15:21
Ekkert fararsnið á Alfreð Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ekkert fararsnið á sér úr borgarpólitík. Hann blæs á þau sjónarmið samflokksmanna sinna í Framsóknarflokknum að tími sé kominn til að hann snúi sér að öðrum verkefnum og segir gagnrýnina eiga rætur að rekja til vonbrigða þeirra með eigin framgöngu. Innlent 13.10.2005 15:21