Stj.mál

Fréttamynd

Ríkisstörfum hefur fækkað í sumum skattumdæmum

Störfum á vegum ríkisins hefur fækkað töluvert í sumum skattumdæmum á síðustu átta árum sem er þvert á áætlanir ríkisstjórnarinnar. Á þetta benti þingmaður Frjálslynda flokksins í umræðum á Alþingi í dag og vildi draga Valgerði Sverrisdóttur ráðherra byggðamála til ábyrgðar. Hún sagði hins vegar málið ekki á sinni könnu.

Innlent
Fréttamynd

Engar tillögur borist um varnir landsins

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á fundi í Stapanum í kvöld að engar tillögur hefðu borist um hvað koma ætti í stað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóra Nató sagði de Hoop Scheffer að nauðsynlegt væri að hafa sama viðbúnað á Íslandi og verið hefur og með skuldbindingum Atlantshafsbandalagsins og Íslands gagnvart hvort öðru mætti segja að Bandaríkjaher sé hluti af viðbúnaði alls bandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ræðu ráðherra breytt eftir á?

Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekkert athugavert við ritstjórnina

Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Oddur Helgi leiðir Lista fólksins

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin.

Innlent
Fréttamynd

Hyggja á sókn í sveitarstjórnum

Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði

Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna.

Innlent
Fréttamynd

Vatnalög samþykkt frá Alþingi

Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19.

Innlent
Fréttamynd

Fallinn á fyrsta prófi

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um varnarsamninginn á Alþingi í dag, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hefði fallið á fyrsta prófi sínu í embætti.

Innlent
Fréttamynd

Hraða þarf viðræðum

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, gerði þingheimi í hádeginu grein fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna frá í gær um að draga úr starfsemi varnarliðsins í Keflavík á næstu mánuðum. Hann sagði að hraða þyrfti viðræðum um áframhaldandi samstarf. Formaður Samfylkingarinnar segir viðræður hingað til augljóslega ekki hafa skilað neinu.

Innlent
Fréttamynd

Frávísunartillaga felld

Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23.

Innlent
Fréttamynd

Umræðum um vatnalög senn að ljúka

Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða

Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild.

Innlent
Fréttamynd

Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna

Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hætta málþófi um vatnalög

Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla

Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni.

Innlent
Fréttamynd

Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum

Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn

Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu

Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Engin niðurstaða á fundi

Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Hvött til að tryggja fjármagn fyrir hágæsluherbergi

Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, var hvött til þess á þingi í dag til að tryggja fjármagn til að reka hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Ráðherra tók ekki af skarið en sagði málið í skoðun og benti jafnframt á að stjórn spítalans hefði ekki haft slíkt herbergi á forgangslista fyrir þetta fjárlagaár.

Innlent
Fréttamynd

Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang

Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi átök um vatnalögin

Bullandi ágreiningur er enn milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna vatnalaganna en fundi iðnaðarnefndar vegna málsins er lokið. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir ríkisstjórnina vilja æða fram með málið til að lögfesta víðtækari eignarnámsheimildir sem hún þurfi vegna hinna miklu vatnsflutninga í tengslum við Kárahnúkavirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga

Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til helgarfundar um vatnalög

Þingheimur hefur verið boðaður saman til fundar á morgun til að ræða frumvarp til vatnalaga. Umræður um frumvarpið hafa þegar staðið yfir í rúman sólarhring og ganga ásakanirnar á víxl milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga.

Innlent