Innlent

Frávísunartillaga felld

Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23. Þingmenn stjórnarandstöðu hafa fjölmargir komið í pontu og gert grein fyrir atkvæði sínu. Þeir hafa lýst andstöðu við frumvarpið.

Annarri umræðu lauk í gær og að lokinni atkvæðagreiðslu verður frumvarpinu vísað til þriðju umræðu á þingi.

Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þriðjudagskvöld um að ljúka annarri umræðu um málið sem hafði dregist nokkuð á langinn vegna andstöðu stjórnarandstæðinga við frumvarpið.

Samkvæmt samkomulaginu taka lögin ekki gildi fyrr en eftir þingkosningar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×