Innlent

Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu

Jóhanna Sigurðardóttir varaði við því að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka.
Jóhanna Sigurðardóttir varaði við því að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka. MYND/Vilhelm

Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Jóhanna gagnrýndi Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra harðlega við upphaf þingfundar í dag og sagðist óttast að hann stæði ekki gegn kröfum forsætisráðherra og Sjálfstæðismanna um að breyta Íbúðalánasjóði líkt og Árni Magnússon forveri hans hefði gert.

Félagsmálaráðherra gerði lítið úr orðum þingmannsins og sagði að gott samráð yrði haft við alla hlutaðeigandi. Aðalatriðið í þessu máli væri að tryggja þjónustu við landsmenn um íbúðalán óháð því hvar þeir byggju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×