Innlent

Sér ekkert athugavert við ritstjórnina

Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni.

Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur sakað Pétur Gunnarsson, ritstjóra Hriflu.is, um ritskoðun fyrir að neita að birta pistil sinn þar sem hún gagnrýnir vinnubrögð áhrifamanna í Framsóknarflokknum í Reykjavík.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrsti maður á lista Framsóknar, gerir ekki athugasemd við ákvörðun ritstjórans. "Ég þekki Pétur Gunnarsson, ritstjóra Hriflu. Hann hefur verið blaðamaður í tvo áratugi og ég hef ekki hingað til vitað að ritskoðun væri tengd við nafn hans."

Björn Ingi segir að Hrifla sé rekin sem nokkurs konar kosningabæklingur fram að kosningum. Þar sé áherslan lögð á að birta þau sjónarmið sem Framsóknarflokkurinn vill halda fram í aðdraganda kosninga og eru líkleg til að auka veg flokksins í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×