Þingkosningar í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög

Hinn umdeildi bandaríski þingmaður, George Santos, stendur frammi fyrir mögulegri rannsókn Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC). Það er eftir að hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fram kvörtun um að hann hefði brotið lög varðandi kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Mc­Cart­hy vantar enn fjögur at­kvæði

Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.

Erlent
Fréttamynd

Niður­læging þing­for­seta­efnis repúblikana hélt á­fram

Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Taka aftur upp fjár­svika­mál gegn lyga­þing­manninum

Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi

Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka rað­lygna verðandi þing­manninn

Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kennir að hafa logið á feril­skránni en ætlar samt inn á þing

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 

Erlent
Fréttamynd

Fer­il­skrá verð­and­i þing­manns tal­in vera upp­spun­i

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar.

Erlent
Fréttamynd

Erfið vika í vændum hjá Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka kosninga­fram­lög FTX-for­kólfa

Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Meirihluti Demókrata geirnegldur

Demókratar geirnegldu meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt þegar í ljós kom að þeir fóru með sigur af hólmi í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu.

Erlent
Fréttamynd

Berjast um síðasta sætið í öldungadeildinni mánuði síðar

Íbúar í Georgíu-ríki Bandaríkjanna ganga til kosninga í annað sinn á rúmum mánuði í dag til að ákveða hver hreppir sæti í öldungadeild þingsins. Prestur og fyrrverandi fótboltamaður keppast um sætið en með sigri gætu Repúblikanar jafnað þingmannafjölda Demókrata, þó ólíklegt þyki. 

Erlent
Fréttamynd

Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu

Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Mætir mótspyrnu innan eigin flokks

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona

Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar.

Erlent
Fréttamynd

Beina spjótum sínum að Trump

Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump.

Erlent
Fréttamynd

Har­ris gull­tryggir öldunga­deildina en full­trúa­deildin enn ó­ljós

Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona

Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara.

Erlent
Fréttamynd

Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref

Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera.

Erlent
Fréttamynd

Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans.

Erlent
Fréttamynd

„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“

Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum.

Erlent