Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Kristinn fær Evrópudeildarleik í Króatíu

Kristni Jakobssyni hefur verið úthlutað sínum þriðja leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á tímabilinu en Kristinn og fjórir aðrir íslenskir dómarar eru á leið til Króatíu þar sem þeir dæma leik í Rijeka á fimmtudagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáið markið hans Jóhanns Berg í Kasakstan

Jóhann Berg Guðmundsson var áfram á skotskónum í Evrópudeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði í 1-1 jafnteflisleik hollenska liðsins AZ Alkmaar og Shakhtyor Karagandy í 3. umferð riðlakeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórt tap hjá Ólafi Inga og félögum í Rússlandi

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í belgíska liðinu Zulte-Waregem urðu að sætta sig við 0-4 tap á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Rubin Kazan er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 9-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi spilaði í 20 mínútur í öruggum sigri Tottenham

Tottenham er í flottum málum í sínum riðli í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 2-0 útisigur á rússneska liðinu AZhi í Moskvu í kvöld. Bæði mörk Tottenham-manna komu í fyrri hálfleiknum.Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Anzhi og Tottenham í riðla keppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Swansea pakkaði Valencia saman á Mestalla

Swansea City byrjaði frábærlega í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta í kvöld þegar liðið burstaði spænska liðið Valencia 3-0 á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem gerðu á sama tíma markalaust jafntefli á móti Wigan á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann Berg tryggði AZ sigur í Ísrael

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Jóhann Berg skoraði þá eina mark leiksins í 1-0 útisigri á ísraelska liðinu Maccabi Haifa.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribéry söng sigursöngva með stuðningsmönnunum í stúkunni

Franck Ribéry var í aðalhlutverki í kvöld þegar Bayern München tryggði sér Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítakeppni. Ribéry skoraði annað marka Bayern í leiknum sjálfum og var síðan einn af fimm leikmönnum þýska liðsins sem skoruðu í vítakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Betra liðið tapaði í kvöld

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var aðeins nokkrum sekúndum frá því að landa fyrsta titlinum í kvöld eftir að hann snéri aftur á Stamford Bridge þegar Chelsea tapaði í vítakeppni á móti Bayern München í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag.

Fótbolti
Fréttamynd

Petr Cech: Þetta var grimmur endir

Petr Cech og félagar hans í Chelsea voru sekúndum frá því að vinna Ofurbikar Evrópu í kvöld en urðu að lokum að sætta sig við tap fyrir Bayern München eftir vítakeppni. Bæjarar skoruðu jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu framlengingarinnar og unnu síðan vítakeppnina 5-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni

Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron og Jóhann Berg komust áfram

AZ Alkmaar er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 2-0 tap gegn Atromitos í morgun. Leikurinn var flautaður af á 59. mínútu í gærkvöldi þar sem eldur kom upp á leikvanginum.

Fótbolti
Fréttamynd

Heppnin ekki með FH í lottóinu

Stuðningsmenn kýpverska liðsins APOEL fögnuðu í morgun þegar félagið datt í lukkupottinn og hreppti lausa sætið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í vetur.

Fótbolti