Sjávarútvegur

Fréttamynd

Bréf til Kára

Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. 

Skoðun
Fréttamynd

Kári hvetur til byltingar sjómanna

Sjómenn verða að krefjast aðgangs að gögnum um íslenskan sjávarútveg og taka þátt í endurreisn hans. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar í ræðu sinni á sjómannadaginn í dag. Dapurlegt sé að sjómannastéttin hafi glatað þeim stað sem hún ætti að hafa í hjarta þjóðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðar án kvóta

Eins og kunnugt er gaf matvælaráðherra út þá yfirlýsingu í upphafi ferils síns sem ráðherra sjávarútvegsins, að hún vildi með skipun stærstu nefndar sögunnar undir merki “Auðlindin okkar” stuðla að meiri samfélagslegri sátt um alla umgjörð sjávarútvegsins.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfnum stöðu byggðanna með strand­veiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Rökin fyrir frjálsum hand­færa­veiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­liðið í nýtingu

Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau.

Skoðun
Fréttamynd

Methagnaður hjá Loðnuvinnslunni

Loðnuvinnslan hefur aldrei skilað meiri hagnaði en í fyrra en hann var þrír og hálfur milljarður króna. Það er langbesta rekstrarár fyrirtækisins en ári áður var hagnaðurinn 1,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir það gríðar­legt hags­muna­mál að Hvalur hf. fái að halda á­fram hval­veiðum sínum næstu árin. Að meðal­tali hafi 90 starfs­menn Hvals verið fé­lags­menn í verka­lýðs­fé­laginu á síðustu ver­tíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grund­velli dýra­verndunar­sjónar­miða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma

Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki Samherji sem biðst afsökunar

For­svars­menn Sam­herja segjast ekki vera að baki heima­síðu sem ó­prúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrir­tækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aftur­köllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals

Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar.

Innlent
Fréttamynd

Haf­réttur: Erum við komin fram úr okkur?

Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta hlýtur að teljast ó­á­sættan­legt“

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út.

Innlent