Lögreglumál

Fréttamynd

Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar al­var­lega að kæra niður­fellingu máls Alberts

Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 

Innlent
Fréttamynd

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn enn opin hvort fíkni­efna­sala komi við sögu

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir tvo fulltrúa frá bandarísku fíkniefnalögreglunni hafa komið að aðgerðum í tengslum við húsleit og handtökur tengdar Davíð Viðarssyni og veitingastöðum og gistihúsum í hans eigum. Sá angi málsins er enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Hætta leit að bíl í Þing­valla­vatni

Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­menn slegnir og kalla eftir skil­virkara eftir­liti

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn sem sér­hæfður kokkur en settur í ræstingar

Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar um einn í hópi sak­borninga

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel.

Innlent
Fréttamynd

Tóku niður cri­memar­ket.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð í síðustu viku þar sem fíkniefnamarkaður sem kallaður er crimemarket.is var tekinn niður. Ekki leikur grunur á að Íslendingar séu viðriðnir málið.

Innlent
Fréttamynd

Stakk tvo menn í Valshverfinu

Maður sem veittist að tveimur mönnum og stakk þá var handtekinn af lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann hefur verið yfirheyrður í dag og standa yfirheyrslur enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að vinna traust starfs­fólks Davíðs Viðarssonar

Vinnustaðaeftirlit ASÍ hefur í heilt ár heimsótt vinnustaði í eigu Davíðs Viðarssonar til að byggja upp traust hjá starfsfólki sem talið var í vinnumansali. Lögfræðingur hjá ASÍ fagnar því að mál sem þessi séu nú að komast á yfirborðið og vonar að málið rati fyrir dóm og verði fordæmisgefandi. Málið er ekki eina vinnumansalsmálið sem er á borði ASÍ.

Innlent