Handbolti

HM í dag: For­seti IHF sagður hafa beðið Þor­gerði Katrínu um að af­henda verð­launin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þorgerður Katrín afhendir hér Viktori Gísla verðlaunin fyrir að vera maður leiksins.
Þorgerður Katrín afhendir hér Viktori Gísla verðlaunin fyrir að vera maður leiksins. vísir/vilhelm

Það var loksins hægt að tala almennilega í handbolta í HM í dag enda var Ísland loksins að spila alvöru leik á mótinu.

Slóvenum var hreinlega pakkað saman og þeir voru slegnir í bókstaflegri merkingu. Þeir áttu ekki svör á vellinum og stuðningsmenn voru reiðir í stúkunni.

Henry Birgir og Valur Páll renna yfir leikinn í þætti dagsins og fara einnig yfir ferðalag Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í höllinni í gær en hún endaði á því að afhenda verðlaunin fyrir mann leiksins.

Það ku hafa verið að undirlagi Hassan Moustafa, forseta IHF.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: HM í dag #6: Forseti IHF að skipta sér af málum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×