Orkumál

Fréttamynd

Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku

Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu.

Innlent
Fréttamynd

Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON

Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnsskortur og orkustefna

Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert.

Skoðun
Fréttamynd

Landvernd, höldum staðreyndunum til haga!

Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni "Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og "þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið.“

Skoðun
Fréttamynd

Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi

Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Fá rafmagnið úr bæjarlæknum

Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun

Í morgun vaknaði ég við að sólin skein inn um gluggann hjá mér. Ég gekk út á hlað og teygaði að mér tæra loftið sem er komið með örlítið haustbragð.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára

Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð

Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Undirrita viljayfirlýsingu

Í dag verður skrifað undir þríhliða viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækja og Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishreinsun og bindingu kolefnis.

Innlent
Fréttamynd

Bætir ekki við sig í HS Veitum 

Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum

"Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, telur frumvarp um Þjóðarsjóð illa ígrundað. Óvarlegt sé að láta einkaaðila sýsla með sjóðinn. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að lágmarka kostnað ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

IV. orkupakkinn samþykktur

Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða.

Erlent