WikiLeaks WikiLeaks stofnandi handtekinn í Bretlandi Breska lögreglan hefur handtekið Julian Assange stofnanda WikiLeaks að sögn Sky fréttastofunnar og BBC. Það var gert að beiðni sænskra yfirvalda. Þar í landi er hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveim konum þegar hann var í heimsókn í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum. WikiLeaks vefsíðan var vistuð í Svíþjóð en hefur nú verið lokað þar. Erlent 7.12.2010 10:41 Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum. Innlent 6.12.2010 22:37 Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Innlent 6.12.2010 22:37 Wikileaks: Vildu sópa Kjúklingastræti undir teppið Fjallað er um harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004 í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins. Þar urðu íslenskir friðargæsluliðar fyrir árás sem kostaði tvo vegfarendur lífið. Innlent 6.12.2010 22:37 Ágreiningur um hernaðaryfirbragð Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Innlent 6.12.2010 22:37 Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. Innlent 6.12.2010 22:37 Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Innlent 6.12.2010 11:49 Wikileaks: „Mikilvægast að það líti út fyrir að við séum að gera eitthvað.“ Starfsmenn utanríkisráðuneytisins reyndu að gera sem minnst úr boðaðri skoðun íslenskra yfirvalda á því hvort fangaflugvélar CIA hafi millilent hér á landi. Í skjali sem skrifað er 13. júlí 2007 eru sagt frá rannsókninni og samtölum sendiráðsmanna við starfsmenn utanríkisáðuneytisins. Innlent 6.12.2010 11:59 Kínverjar vísa á bandaríska sendiráðið vegna meintra njósna Kínverska sendiráðið hér á landi vísar á bandaríska sendiráðið vegna frétta um meintar iðnnjósnir Kínverja hér á landi. Í þeim gögnum sem birtust á Wikileaks er sérstaklega talað um að grunur leiki á að meintar iðnjósnir hafi snúist um að komast yfir upplýsingar í erfðatækni og læknavísindum. Innlent 6.12.2010 10:54 Aðeins brot hefur verið birt Á vefsíðunni Wikileaks hafa til þessa einungis verið birt 837 þeirra 251.287 leyniskjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni, sem boðuð hefur verið birting á. Innlent 5.12.2010 22:34 Álfyrirtækin voru varin fyrir hækkun Aldrei stóð til að setja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattsstund. Upphæðin var til viðmiðunar til að sjá um hvaða fjárhæðir væri að ræða, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún segir bandaríska sendiráðið hér á landi ekki hafa haft áhrif á að einnar krónu orkuskattur var lækkaður niður í tólf aura. Innlent 5.12.2010 22:34 Wikileaks: Níu mílna fjarlægð Frásögnum íslenska utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins ber ekki saman um flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á íslenska flugumsjónarsvæðið aðfaranótt 17. ágúst árið 2007. Innlent 5.12.2010 22:34 Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Innlent 5.12.2010 22:34 Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Innlent 5.12.2010 22:34 Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Innlent 5.12.2010 22:34 Pólitískur skáldskapur Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni: Innlent 5.12.2010 22:34 Wikileaks: Veikindi Geirs skýrðu undarlega hegðun Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var til Wikileaks og fjalla um Ísland er talsvert fjallað um veikindi forystumanna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Innlent 5.12.2010 13:31 Wikileaks: Er oft með krosslagðar hendur Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 4.12.2010 20:34 Wikileaks: Ragna var alvörugefinn embættismaður Innan íslensku stjórnsýslunnar starfa embættismenn sem er umhugað um samvinnu milli Bandaríkjanna og Íslands til að fást við varnarmál á 21. öld. Þetta sagði Carol von Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, í skýrslu til utanríkisráðherra Bandaríkjanna í mars 2006. Tilgangurinn var að undirbúa Bandaríkjamenn fyrir samningafund um varnarmál sem fór fram síðasta dag marsmánaðar. Innlent 4.12.2010 20:02 Wikileaks: Vildi þvinga Icesave fyrir dómstóla Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í bandaríska sendiráðinu í fyrra að best væri fyrir íslensku þjóðina að Icesave samningarnir yrðu felldir og málið þvingað fyrir dómstóla. Töf á lausn málsins myndi hins vegar tefja endurreisn efnahagslífsins. Innlent 4.12.2010 19:27 Wikileaks: Vaxandi útlendingahatur á Íslandi Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir í skeyti sem hún sendi í maí árið 2008 að ákvörðun Íslendinga um að taka við 30 flóttamönnum frá Palestínu hafi afhjúpað vaxandi útlendingahatur í landinu. Hún fer yfir málið og bendir meðal annars á að undirskriftum hafi verið safnað á Akranesi gegn hugmyndinni, en þangað fóru flóttamennirnir. Hún ræðir einnig sérstaklega um andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þáverandi varaformanns Frjálslynda flokksins og varabæjarfulltrúa á Akranesi. Innlent 4.12.2010 16:09 Wikileaks: Landsbankamenn vildu hjálp frá Bandaríkjunum Tveir stjórnendur úr Landsbankanum funduðu með fulltrúum af hagsviði sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi í aðdragandann að bankahruninu til að benda á að íslensk yfirvöld væru að grípa til rangra ráðstafana vegna efnahagskreppunnar. Þeir óskuðu eftir því að stjórnvöld í Bandaríkjunum veittu íslenskum stjórnvöldum leiðsögn í því efnahagslega fárviðri sem framundan var. Þetta kemur fram í skjölum bandaríska sendiráðsins sem Wikileaks hefur lekið út. Viðskipti innlent 4.12.2010 15:59 Wikileaks: Íslensk yfirvöld sparsöm þegar að herinn fór Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að Íslendingar veittu meiri styrk í uppbyggingu í Írak þegar fulltrúar sendiráðsins ræddu málið við fulltrúa sendiráðsins í mars 2006. Innlent 4.12.2010 15:01 Wikileaks: Kosovo-yfirlýsing gæti stefnt framboði til öryggisráðs í voða Bandaríkjamenn þrýstu mjög á um það á sínum tíma að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Kosovo. Í skjölunum sem Wikileaks hafa afhjúpað kemur fram að Bandaríkjamenn töldu Íslendinga draga lappirnar í málinu og velti Carol van Voorst þáverandi sendiherra því fyrir sér hvort framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna væri að valda tregðu hjá íslenskum ráðamönnum að viðurkenna Kosovo. Innlent 4.12.2010 14:10 Bjarni tjáir sig um leyniskjöl Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa lagt til við sendiráðsnaut í bandaríska sendiráðuneytinu í nóvember í fyrra að Bandaríkjamenn fjármögnuðu för utanríkismálanefndar Alþingis til Bandaríkjanna. Ekki hafi verið um tilraun að ræða til að fá fjölmiðlaathygli og koma höggi á ríkisstjórnina. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur starfsmanna sendiráðsins um frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og framtíðartengsl Íslands við ESB í ljósi afstöðu Davíðs Oddssonar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Bjarna heimasíðu hans á samskiptavefnum Facebook. Innlent 4.12.2010 13:43 Wikileaks: Taldi brotthvarf Halldórs styrkja tengsl ríkja Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, taldi að brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar af stóli forsætisráðherra myndi styrkja samskipti Bandaríkjanna og Íslendinga. Innlent 4.12.2010 13:42 Vildu ráðgjöf frá Bandaríkjamönnum við uppbyggingu bankanna Nokkrir háttsettir menn innan íslenska stjórnkerfisins höfðu áhuga á að fara til Bandaríkjanna snemma á þessu ári til þess að ræða við þarlenda kollega sína. Viðskipti innlent 4.12.2010 13:12 Wikileaks: Veikindi Ingibjargar og undarlegt sinnuleysi stjórnvalda Bandaríkjamenn töldu ljóst í október 2008 að veikindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi utanríkisráðherra væru alvarlegri en gefið væri upp opinberlega og að óljóst væri hve stórt hlutverk hún gæti leikið í baráttunni við efnahagshrunið. Þetta kemur fram í skeyti frá Carol Van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Þá segir að veikindi Ingibjargar og Grétars Márs Sigurðssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu hafi haft mikil áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu sem hún segir hafa einkennst af „undarlegu sinnuleysi.“ Innlent 4.12.2010 12:06 Wikileaks: Taldi Davíð ógna pólitískri framtíð sinni Bjarni Benediktsson taldi Davíð Oddsson ógna frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og vera stóra hindrun í vegi þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat embættismanna í bandaríska sendiráðinu. Innlent 4.12.2010 11:52 Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112. Innlent 4.12.2010 10:14 « ‹ 2 3 4 5 6 ›
WikiLeaks stofnandi handtekinn í Bretlandi Breska lögreglan hefur handtekið Julian Assange stofnanda WikiLeaks að sögn Sky fréttastofunnar og BBC. Það var gert að beiðni sænskra yfirvalda. Þar í landi er hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveim konum þegar hann var í heimsókn í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum. WikiLeaks vefsíðan var vistuð í Svíþjóð en hefur nú verið lokað þar. Erlent 7.12.2010 10:41
Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum. Innlent 6.12.2010 22:37
Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Innlent 6.12.2010 22:37
Wikileaks: Vildu sópa Kjúklingastræti undir teppið Fjallað er um harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004 í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins. Þar urðu íslenskir friðargæsluliðar fyrir árás sem kostaði tvo vegfarendur lífið. Innlent 6.12.2010 22:37
Ágreiningur um hernaðaryfirbragð Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Innlent 6.12.2010 22:37
Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. Innlent 6.12.2010 22:37
Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Innlent 6.12.2010 11:49
Wikileaks: „Mikilvægast að það líti út fyrir að við séum að gera eitthvað.“ Starfsmenn utanríkisráðuneytisins reyndu að gera sem minnst úr boðaðri skoðun íslenskra yfirvalda á því hvort fangaflugvélar CIA hafi millilent hér á landi. Í skjali sem skrifað er 13. júlí 2007 eru sagt frá rannsókninni og samtölum sendiráðsmanna við starfsmenn utanríkisáðuneytisins. Innlent 6.12.2010 11:59
Kínverjar vísa á bandaríska sendiráðið vegna meintra njósna Kínverska sendiráðið hér á landi vísar á bandaríska sendiráðið vegna frétta um meintar iðnnjósnir Kínverja hér á landi. Í þeim gögnum sem birtust á Wikileaks er sérstaklega talað um að grunur leiki á að meintar iðnjósnir hafi snúist um að komast yfir upplýsingar í erfðatækni og læknavísindum. Innlent 6.12.2010 10:54
Aðeins brot hefur verið birt Á vefsíðunni Wikileaks hafa til þessa einungis verið birt 837 þeirra 251.287 leyniskjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni, sem boðuð hefur verið birting á. Innlent 5.12.2010 22:34
Álfyrirtækin voru varin fyrir hækkun Aldrei stóð til að setja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattsstund. Upphæðin var til viðmiðunar til að sjá um hvaða fjárhæðir væri að ræða, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún segir bandaríska sendiráðið hér á landi ekki hafa haft áhrif á að einnar krónu orkuskattur var lækkaður niður í tólf aura. Innlent 5.12.2010 22:34
Wikileaks: Níu mílna fjarlægð Frásögnum íslenska utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins ber ekki saman um flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á íslenska flugumsjónarsvæðið aðfaranótt 17. ágúst árið 2007. Innlent 5.12.2010 22:34
Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Innlent 5.12.2010 22:34
Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Innlent 5.12.2010 22:34
Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Innlent 5.12.2010 22:34
Pólitískur skáldskapur Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni: Innlent 5.12.2010 22:34
Wikileaks: Veikindi Geirs skýrðu undarlega hegðun Í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins sem lekið var til Wikileaks og fjalla um Ísland er talsvert fjallað um veikindi forystumanna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Innlent 5.12.2010 13:31
Wikileaks: Er oft með krosslagðar hendur Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 4.12.2010 20:34
Wikileaks: Ragna var alvörugefinn embættismaður Innan íslensku stjórnsýslunnar starfa embættismenn sem er umhugað um samvinnu milli Bandaríkjanna og Íslands til að fást við varnarmál á 21. öld. Þetta sagði Carol von Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, í skýrslu til utanríkisráðherra Bandaríkjanna í mars 2006. Tilgangurinn var að undirbúa Bandaríkjamenn fyrir samningafund um varnarmál sem fór fram síðasta dag marsmánaðar. Innlent 4.12.2010 20:02
Wikileaks: Vildi þvinga Icesave fyrir dómstóla Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í bandaríska sendiráðinu í fyrra að best væri fyrir íslensku þjóðina að Icesave samningarnir yrðu felldir og málið þvingað fyrir dómstóla. Töf á lausn málsins myndi hins vegar tefja endurreisn efnahagslífsins. Innlent 4.12.2010 19:27
Wikileaks: Vaxandi útlendingahatur á Íslandi Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir í skeyti sem hún sendi í maí árið 2008 að ákvörðun Íslendinga um að taka við 30 flóttamönnum frá Palestínu hafi afhjúpað vaxandi útlendingahatur í landinu. Hún fer yfir málið og bendir meðal annars á að undirskriftum hafi verið safnað á Akranesi gegn hugmyndinni, en þangað fóru flóttamennirnir. Hún ræðir einnig sérstaklega um andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þáverandi varaformanns Frjálslynda flokksins og varabæjarfulltrúa á Akranesi. Innlent 4.12.2010 16:09
Wikileaks: Landsbankamenn vildu hjálp frá Bandaríkjunum Tveir stjórnendur úr Landsbankanum funduðu með fulltrúum af hagsviði sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi í aðdragandann að bankahruninu til að benda á að íslensk yfirvöld væru að grípa til rangra ráðstafana vegna efnahagskreppunnar. Þeir óskuðu eftir því að stjórnvöld í Bandaríkjunum veittu íslenskum stjórnvöldum leiðsögn í því efnahagslega fárviðri sem framundan var. Þetta kemur fram í skjölum bandaríska sendiráðsins sem Wikileaks hefur lekið út. Viðskipti innlent 4.12.2010 15:59
Wikileaks: Íslensk yfirvöld sparsöm þegar að herinn fór Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að Íslendingar veittu meiri styrk í uppbyggingu í Írak þegar fulltrúar sendiráðsins ræddu málið við fulltrúa sendiráðsins í mars 2006. Innlent 4.12.2010 15:01
Wikileaks: Kosovo-yfirlýsing gæti stefnt framboði til öryggisráðs í voða Bandaríkjamenn þrýstu mjög á um það á sínum tíma að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Kosovo. Í skjölunum sem Wikileaks hafa afhjúpað kemur fram að Bandaríkjamenn töldu Íslendinga draga lappirnar í málinu og velti Carol van Voorst þáverandi sendiherra því fyrir sér hvort framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna væri að valda tregðu hjá íslenskum ráðamönnum að viðurkenna Kosovo. Innlent 4.12.2010 14:10
Bjarni tjáir sig um leyniskjöl Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa lagt til við sendiráðsnaut í bandaríska sendiráðuneytinu í nóvember í fyrra að Bandaríkjamenn fjármögnuðu för utanríkismálanefndar Alþingis til Bandaríkjanna. Ekki hafi verið um tilraun að ræða til að fá fjölmiðlaathygli og koma höggi á ríkisstjórnina. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur starfsmanna sendiráðsins um frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og framtíðartengsl Íslands við ESB í ljósi afstöðu Davíðs Oddssonar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Bjarna heimasíðu hans á samskiptavefnum Facebook. Innlent 4.12.2010 13:43
Wikileaks: Taldi brotthvarf Halldórs styrkja tengsl ríkja Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, taldi að brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar af stóli forsætisráðherra myndi styrkja samskipti Bandaríkjanna og Íslendinga. Innlent 4.12.2010 13:42
Vildu ráðgjöf frá Bandaríkjamönnum við uppbyggingu bankanna Nokkrir háttsettir menn innan íslenska stjórnkerfisins höfðu áhuga á að fara til Bandaríkjanna snemma á þessu ári til þess að ræða við þarlenda kollega sína. Viðskipti innlent 4.12.2010 13:12
Wikileaks: Veikindi Ingibjargar og undarlegt sinnuleysi stjórnvalda Bandaríkjamenn töldu ljóst í október 2008 að veikindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi utanríkisráðherra væru alvarlegri en gefið væri upp opinberlega og að óljóst væri hve stórt hlutverk hún gæti leikið í baráttunni við efnahagshrunið. Þetta kemur fram í skeyti frá Carol Van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Þá segir að veikindi Ingibjargar og Grétars Márs Sigurðssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu hafi haft mikil áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu sem hún segir hafa einkennst af „undarlegu sinnuleysi.“ Innlent 4.12.2010 12:06
Wikileaks: Taldi Davíð ógna pólitískri framtíð sinni Bjarni Benediktsson taldi Davíð Oddsson ógna frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og vera stóra hindrun í vegi þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat embættismanna í bandaríska sendiráðinu. Innlent 4.12.2010 11:52
Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112. Innlent 4.12.2010 10:14