Alþingi

Fréttamynd

Skattsvik verður að uppræta

Rætt var um skýrslu starfshóps um umfang skattsvika á Íslandi á alþingi í gær. Í skýrslunni, sem birt var í desember kom fram að skattsvik á Íslandi nema allt að því 35 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Lög um hringamyndun lögð fram

Lög um hringamyndun verða lögð fram á Alþingi á næstu dögum að því er fram kemur í opnuviðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að í lögunum felist endurskipulagning á Samkeppnisstofnun þannig að eftirlit með hringamyndun verði hert en jafnframt verði kveðið á um refsingar vegna brota á lögunum.

Innlent
Fréttamynd

Lekinn fordæmdur

Utanríkismálanefnd fordæmir harðlega að trúnaðarupplýsingar frá fundum nefndarinnar um Íraksmálið hafi komist í hendur Fréttablaðsins. Hætt verður að dreifa fundargerðum. Stjórnarandstaðan fer fram á að trúnaði verði aflétt af ummælum Halldórs Ásgrímssonar tengdum Írak.

Innlent
Fréttamynd

Nægir kvótar til að menga

Lítil hætta er á að farið verði fram úr heimildum Kyoto-bókunarinnar á losun gróðurhúsalofttegunda á fyrsta skuldbindingartímabilinu frá 2008 til 2012. 

Innlent
Fréttamynd

Mengunarkvótar skapa skriffinsku

Ekki er ástæða til að setja mengunarkvóta á losunarheimildir fyrirtækja á innanlandsmarkaði, sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á þingfundi Alþingis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólki Landmælinga fækkar

Landmælingum Íslands verður úthlutað fjórtán milljónum til uppfærslu stafrænna landakorta sinna. Það er sextán milljónum minna en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismenn yfirgefi heimilið

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp til laga á Alþingi um að auka heimildir lögreglu til að vísa manni af heimili sínu ef hann beitir eða hótar öðru heimilisfólki ofbeldi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Grafið undan embætti umboðsmanns

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með ummælum sínum grafið undan embætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess.

Innlent
Fréttamynd

Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög

Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagasetningin sem hefur verið samþykkt á Alþingi og reynst gölluð eftir á. Ríkisstjórnin hefur tapað þó nokkrum fjölda mála fyrir dómstólum er varða nýsamþykkt lög. Stjórnarþingmaður segir að Alþingi verði að vanda sig betur.

Innlent
Fréttamynd

Afhendir ekki minnisblöð

Stjórnarandstaðan krafði forsætisráðherra svara við því á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld hefðu leyft aðgang að lofthelgi og flugvelli vegna innrásar í Írak, þremur vikum áður en nafn Íslands var birt á lista yfir hinar viljugu þjóðir. Utanríkisráðuneytið vill ekki veita aðgang að minnisblöðum vegna þessa þar sem um sé að ræða samskipti við erlent ríki.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkismálanefnd má birta gögnin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að utanríkismálanefnd mætti sín vegna birta það sem henni sýndist um umræður um aðdraganda stríðsins í Írak. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór að hreinsa loftið með því að aflétta trúnaði af eigin ummælum í fundargerðum nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta lögum um eftirlaun

Forsætisráðherra vill breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins þannig að ekki verði lengur unnt að starfa á fullum launum og þiggja um leið eftirlaun. Guðmundur Árni Stefánsson, eini stjórnarandstæðingurinn sem studdi eftirlaunafrumvarpið, er sammála þessu. 

Innlent
Fréttamynd

Alþingismönnum afhent virkjanakort

Náttúruverndarsamtökin tíu sem standa að útgáfunni „Ísland örum skorið“ afhentu alþingismönnum kort nú á þriðja tímanum þar sem sést hver árif virkjanaframkvæmda á landið verða á næstu fimmtán árum, ef farið verður að stefnu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar og Írak á Alþingi

Formenn þingflokkanna segjast eiga von á því að Íraksmálið og Kárahnjúkar verði meðal þeirra mála sem rædd verði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi sem kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Heimsókn til Kína í boði þingsins

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.- 18. janúar í boði forseta kínverska þingsins ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða varaforsetarnir Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður hennar, og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Nánast öll þjóðin á móti

Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um trúnaðarstörf sendiherra

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn til utanríkisráðherra á Alþingi, þegar þing kemur saman að nýju eftir jólaleyfi, um trúnaðarstörf sendiherra fyrir stjórnmálaflokka. Hann segir að tilefni fyrirspurnarinnar sé nýleg skipan Þorsteins Pálssonar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í opinbera nefnd á vegum forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óeining í stjórnarskrárnefnd

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir skipunarbréf stjórnarskrárnefndarinnar bjóða heim óeiningu strax í upphafi starfsins. Jónína Bjartmarz, alþingismaður Framsóknarflokksins, sakar Samfylkinguna um geðvonsku á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Helgi skrifstofustjóri Alþingis

Helgi Bernódusson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis og tekur við starfinu 20. janúar af Friðriki Ólafssyni sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneytið fór ekki að lögum

Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

3 sóttu um starf skrifstofustjóra

Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis en það var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. desember. Þeir sem sóttu um voru Einar Farestveit, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna.

Innlent
Fréttamynd

Vændi Össur um lygi

Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálaflokkar spilltastir

Íslenskir stjórnmálaflokkar eru spilltustu stofnanir íslenska samfélagsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar könnunar. Stjórnmálaflokkar eru taldir spilltasta aflið í sex af hverjum tíu löndum sem þátt tóku í könnuninni. Hér á landi er viðskiptalífið talið næstspilltasti geiri samfélagsins og fjölmiðlar eru í þriðja sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Kennt verði alla virka daga

Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð.  Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Engin von um kísilduftsverksmiðju

Allar vonir Mývetninga um kísilduftsverksmiðju í stað Kísiliðjunnar eru úr sögunni því norska undirbúningsfélagið að kísilduftsverksmiðjunni var lýst gjaldþrota í Noregi í gær. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi og Íraksmálið

Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra sakaður um ósannindi

Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæði Alþingis verði tryggt

Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga.

Innlent