Innlent

Kennt verði alla virka daga

Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð.  Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði sum sveitarfélög hafa stofnað samráðsnefndir sem vinna að tillögum um það hvernig bæta eigi börnunum tapið en þær tillögur liggja enn ekki fyrir. Hún sagðist leggja áherslu á að skólar nýti alla virka daga sem eftir eru á skólaárinu til kennslu, þ.á m. þá daga sem í venjulegu ári eru notaðir til ýmiss annars starfs. Björgvin sagði svar ráðherra þunnan þrettánda því ekki væri að heyra á því að leggja ætti upp með samræmdar aðgerðir með sveitarfélögunum svo mæti mætti afleiðingum verkfallsins með öflugum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×