Innlent

Afhendir ekki minnisblöð

Stjórnarandstaðan krafði forsætisráðherra svara við því á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld hefðu leyft aðgang að lofthelgi og flugvelli vegna innrásar í Írak, þremur vikum áður en nafn Íslands var birt á lista yfir hinar viljugu þjóðir, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. Utanríkisráðuneytið vill ekki veita aðgang að minnisblöðum vegna þessa þar sem um sé að ræða samskipti við erlent ríki. Eftir að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hafði borið fram fyrirspurnina spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á móti hvort Össur myndi ekki eftir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1441 var samþykkt í nóvember 2002. Þar hafi m.a. verið settur þrýstingur á Saddam Hussein svo hann færi frá völdum í Írak og allar aðildaþjóðirnar hafi staðið að ályktuninni, þar á meðal Þjóðverjar. „Væri ekki rétt fyrir háttsettan þingmann að upplýsa flokksfélaga sína um það að með því að leyfa notkun á þýskum flugvöllum hafi Þjóðverjar lýst yfir stuðningi við stríðið í Írak?“ spurði Halldór. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×