Teitur Guðmundsson

Fréttamynd

Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna

Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjarabarátta heilbrigðisstétta

Síðastliðna daga höfum við fengið fréttir af þeirri kjarabaráttu sem hjúkrunarfræðingar heyja núna með uppsögnum sínum á Landspítala.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsuvernd starfsmanna

Við erum öll sammála því að það er nauðsynlegt að hugsa um öryggi, heilsu og velferð starfsmanna, auk þess sem slíkt er lögbundið hérlendis og hefur verið um árabil. Skipulögð nálgun og svokallað áhættumat starfa er lykillinn að því að hafa yfirsýn yfir þau atriði sem skipta máli, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Vinnueftirlit ríkisins hefur meðal annars eftirlitshlutverk gagnvart þessum þætti og byggir það á lögum nr. 46/1980 með síðari breytingum og leggja þau lög ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda sem og starfsmanna að tryggja eins og segir í lögunum "öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áramótaheit og vanahegðun

Nú þegar árið er að renna sitt skeið eru margir sem horfa til baka og minnast atburða þess, annálar fylla blöðin og sjónvarpsstöðvar keppast um að taka saman það helsta, sem er gott og blessað. Við lesum stjörnuspár og Völvuna til að fá upplýsingar um það hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Þetta er skemmtilegur tími og fjölskyldur verja honum alla jafna saman, við sprengjum nýja árið inn og gefum út áramótaheitin sem vonandi sem flestir ná að standa við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðleskjur og aumingjar!

Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tillögur að skipulagi heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Ég skrifaði grein nýverið um framtíð heilbrigðisþjónustu hérlendis og velti vöngum yfir því hvað væri skynsamlegt að athuga í því samhengi. Þessi grein er áætlað framhald hennar með innleggi í umræðuna sem hefur verið undanfarið. Allar götur síðan ég kom heim úr námi árið 1999 hefur verið býsna neikvæð umræða um heilbrigðisþjónustu. Þá þykir mér hún hafa aukist til muna síðastliðin ár eða frá kreppu og má líklega setja almenna vanlíðan og öryggisleysi samfara umfjöllun um skuldavanda heimila, fyrirtækja og ríkis að einhverju leyti í samhengi við það. Ítrekaðar frásagnir eru af sparnaði, lélegum tækjakosti og húsnæði, slælegum aðbúnaði starfsmanna, lélegum launum og svona mætti lengi telja. Það sárvantar að ræða hið góða og benda á jákvæða hluti sem eru að gerast alla daga líka í heilbrigðisþjónustunni. Þá má ekki gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðisþjónustu og fara að líta á það sem hagnað fremur en endalausan kostnað eins og okkur hættir til að gera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólin og stress

Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann.

Skoðun
Fréttamynd

Jákvæðni lengir líf og bætir líðan

Ha? Kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartanlega sammála. Það eru meira að segja til rannsóknir sem sýna fram á að jákvætt og hamingjusamt fólk er líklegra til að hafa sterkara ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum og veikindum auk þess að sjá tækifæri í því sem aðrir gætu upplifað sem vandamál sem er ótvíræður kostur og gífurlega mikilvægt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sveppasýkt húsnæði

Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að týna árum ævi sinnar

Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Íslenska heilbrigðiskerfið er í vanda statt og í mörg horn er að líta. Undanfarið hafa ítrekað birst fréttir af tækjabúnaði sem er úreltur og úr sér genginn, landflótti lækna og starfsánægja þeirra er einnig til umfjöllunar og áhyggjur af mönnun í framtíðinni bæði á sjúkrahúsum og í heilsugæslu hefur litað umræðuna. Mikið er fjallað um nýjan Landspítala og nauðsyn eða ónauðsyn hans og svona mætti lengi telja. Stéttarígur og hagsmunapot koma svo ofan á allt saman til að flækja þessa mynd enn frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Hollusta eða bara plat?

Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum velta því upp að lífræn ræktun sé ekki hollari en önnur ræktun ef undanskilið er að vera útsettur fyrir skordýraeitri sem víða er notað, en er minna tengt lífrænum afurðum. Þá er einnig bannað að nota sýklalyf, bætiefni eða hormóna við lífrænar afurðir ólíkt því sem getur gerst við venjubundna ræktun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fullorðnir og ADHD

Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Læknar og tæknin

Það er merkilegt hversu hratt allri tækniþróun hefur fleygt fram á undanförnum árum og hún hefur sannarlega ekki farið fram hjá læknisfræðinni samhliða því sem hún umbyltir samfélaginu. Í dag erum við vön því að notast við Internetið til að afla okkur upplýsinga og að sjálfsögðu einnig um sjúkdóma, greiningu og horfur. Sjúklingar sem koma til læknis í dag eru vel að sér og búa jafnvel yfir þekkingu sem læknirinn hefur ekki haft ráðrúm til að afla sér. Í sumum tilvikum er einstaklingur með öflugan snjallsíma og 3G tengingu fljótari á netið á stofunni en læknirinn í borðtölvunni. Það eru breyttir tímar og þeir eru skemmtilegir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rislágir karlar

Þegar maður veltir fyrir sér karlmennsku og því sem hana skilgreinir þá fær hver og einn eflaust einhverja mynd upp í hugann. Sumir sjá fyrir sér sterkan, stæltan, jafnvel vel hærðan, eða vaxborinn hárlausan karlmann sem lætur engan bilbug á sér finna. Þá eru aðrir sem sjá fyrir sér föðurlegan, ábyrgan og traustan aðila sem tekur af skarið, veit sínu viti og lætur ekki hlaupa með sig í gönur. Svona mætti lengi telja í stereotýpiseringu, það sem þó flestir tengja við karlmennsku, að minnsta ko

Fastir pennar
Fréttamynd

Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð

Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannauður og mórall

Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haustið og heilsan

Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið.

Skoðun
Fréttamynd

Ungar konur og leghálsinn

Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilsa skólabarna

Nú þegar börnin eru að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans fyrsta sinni er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Þarna er auðvitað af mörgu að taka og mjög breitt aldursbil en engu að síður eru nokkrir hlutir sem skipta verulegu máli strax frá byrjun og til lengri tíma litið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Biðsalur dauðans

Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkrunarheimili þessu nafni og fáum við væntanlega flest einhverja hryllingsmynd í hugann. Einhverjir munu hugsa með sér að þangað muni þeir aldrei fara, á meðan aðrir lofa góða þjónustu, yndislegt viðmót, fagleg vinnubrögð sem og það öryggi sem slíkt veitir þeim sem slíka aðhlynningu þurfa. Ekki síst hefur samfélagsmynstrið breytt möguleikum fjölskyldna á að búa saman frá vöggu til grafar vegna aukins álags, vinnuframlags og tímaskorts hvort heldur sem er gagnvart börnum okkar eða foreldrum. Þó skyldi stefna að búsetu á eigin heimili eins lengi og þess er nokkur kostur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarið er tíminn

Þegar grasið verður grænt, og ofnæmið þitt verður, óþolandi, ójá! Bubbi vonandi fyrirgefur mér að ég sé að breyta texta hans við frábært lag þessa meistara í íslenskri tónlistarsögu, en þetta á bara svo ansi vel við! Það er ljóst að við sem erum svo óheppin að vera með ofnæmi höfum heldur betur fundið fyrir því að sumarið er komið í allri sinni frjókornadýrð. Ekki hefur bætt úr skák að veðurblíðan og lítil rigning hefur viðhaldið háu frjókornamagni í loftinu auk þess sem annar frábær listamaður og núverandi borgarstjóri hefur lagt rækt við óræktina og forðast slátt þetta sumarið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggi sjúklinga – dæmisaga úr kerfinu

Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlustið þér höfðingjar

Undirritaður hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli á ristil- og endaþarmskrabbameini með greinaskrifum, í umræðuþáttum og í daglegri vinnu við heilsu og forvarnir í samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Því fagna ég sérstaklega þeirri ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins að hvetja til skimunar á þeim mikla vágesti sem krabbamein í ristli og endaþarmi er. Þá ber einnig að fagna þeirri umræðu sem fram fór í Morgunblaðinu fyrir helgi og í umræðuþætti Bylgjunnar í kjölfarið. Við skulum ætlast til þess að Alþingi afgreiði loks fjárveitingar til verkefnisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Velferðarráðherra og sérgreinalæknar?

Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auglýsingar í heilbrigðisþjónustu

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfsfólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er illmögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orðrétt: "Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggi á þjóðvegi númer 1

Okkur er öllum umhugað um umferðaröryggi á vegum landsins og hafa átt sér stað miklar framfarir á síðastliðnum árum hvað snertir merkingar, vegrið og einbreiðum brúm hefur fækkað svo dæmi séu tekin. Þá hefur áróður Umferðarstofu gegn hraðakstri og áfengis eða vímuefnanotkun í akstri, notkun bílbelta og aukið eftirlit lögreglu sem hluti af markvissri umferðaröryggisáætlun skilað árangri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlauptu drengur, hlauptu!

Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut og villum vegar til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunaárekstrar í heilbrigðisþjónustu

Nýleg umræða um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og þingsályktunartillaga þeirra Eyglóar Harðardóttur og Margrétar Tryggvadóttur, sem ætlað er að herða reglur og tryggja að fjárhagslegir hagsmunir heilbrigðisþjónustuaðila tengist ekki meðferð eða ráðgjöf sjúklinga, hefur vakið athygli.

Fastir pennar