Byssumaður í Árbæ Árbæjarkirkja veitti 10 manns áfallahjálp "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óvenjulegt morgunverk og óskemmtilegt,“ segir sóknarprestur í Árbæjarkirkju sem tók á móti íbúum í stigagangi byssumannsins. Innlent 2.12.2013 09:38 „Hann tók bara Rambó á þetta“ Íbúi við Hraunbæ lýsir því hvernig lögreglan yfirbugaði byssumanninn í morgun. Innlent 2.12.2013 09:04 Byssumaðurinn á Landspítalanum Maðurinn sem var yfirbugaður í Árbænum í morgun liggur nú á Landspítalanum. Upplýsingar um líðan hans fást ekki að svo stöddu, að sögn vakthafandi læknis. Hann staðfestir þó í samtali við fréttastofu að hann sé á spítalanum. Nágrannar segja líklegt að maðurinn sé særður, þar sem blóð sjáist á vettvangi. Innlent 2.12.2013 08:33 Myndband: Lögreglumenn skjóta á íbúð mannsins Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sérsveitarmenn frá lögreglunni þegar aðgerðin í Árbæ stóð sem hæst. Meðal annars sést hvar lögreglumenn skjóta að því er virðist reyk- eða táragassprengjum inn í íbúð mannsins sem hafði lokað sig af í íbúð sinni. Innlent 2.12.2013 08:26 NÁGRANNAR UM BYSSUMANNINN: „Hann var bara búinn að vera ruglaður í hálfan sólarhring“ Íbúar í Hraunbæ eru slegnir eftir viðburðina í morgun en lögreglan yfirbugaði byssumann á sjönda tímanum. Nágrannar voru vaktir af lögreglu og þeir fluttir með strætisvagni í Árbæjarkirkju þar sem fjöldahjálparmiðstöð hafði verið sett upp. Innlent 2.12.2013 07:48 Nágranni byssumannsins: „Var svo hrædd að ég vildi ekki vekja börnin“ Íbúum við Hraunbæ er brugðið eftir skothríð sem varð þar á sjöunda tímanum í morgun. Innlent 2.12.2013 08:02 Búið að yfirbuga manninn Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður. Innlent 2.12.2013 06:57 Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað. Innlent 2.12.2013 06:21 « ‹ 1 2 ›
Árbæjarkirkja veitti 10 manns áfallahjálp "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óvenjulegt morgunverk og óskemmtilegt,“ segir sóknarprestur í Árbæjarkirkju sem tók á móti íbúum í stigagangi byssumannsins. Innlent 2.12.2013 09:38
„Hann tók bara Rambó á þetta“ Íbúi við Hraunbæ lýsir því hvernig lögreglan yfirbugaði byssumanninn í morgun. Innlent 2.12.2013 09:04
Byssumaðurinn á Landspítalanum Maðurinn sem var yfirbugaður í Árbænum í morgun liggur nú á Landspítalanum. Upplýsingar um líðan hans fást ekki að svo stöddu, að sögn vakthafandi læknis. Hann staðfestir þó í samtali við fréttastofu að hann sé á spítalanum. Nágrannar segja líklegt að maðurinn sé særður, þar sem blóð sjáist á vettvangi. Innlent 2.12.2013 08:33
Myndband: Lögreglumenn skjóta á íbúð mannsins Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sérsveitarmenn frá lögreglunni þegar aðgerðin í Árbæ stóð sem hæst. Meðal annars sést hvar lögreglumenn skjóta að því er virðist reyk- eða táragassprengjum inn í íbúð mannsins sem hafði lokað sig af í íbúð sinni. Innlent 2.12.2013 08:26
NÁGRANNAR UM BYSSUMANNINN: „Hann var bara búinn að vera ruglaður í hálfan sólarhring“ Íbúar í Hraunbæ eru slegnir eftir viðburðina í morgun en lögreglan yfirbugaði byssumann á sjönda tímanum. Nágrannar voru vaktir af lögreglu og þeir fluttir með strætisvagni í Árbæjarkirkju þar sem fjöldahjálparmiðstöð hafði verið sett upp. Innlent 2.12.2013 07:48
Nágranni byssumannsins: „Var svo hrædd að ég vildi ekki vekja börnin“ Íbúum við Hraunbæ er brugðið eftir skothríð sem varð þar á sjöunda tímanum í morgun. Innlent 2.12.2013 08:02
Búið að yfirbuga manninn Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður. Innlent 2.12.2013 06:57
Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað. Innlent 2.12.2013 06:21