Dómsmál

Fréttamynd

Var í taugaáfalli við yfirheyrslu

Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu

Héraðsdómur Reykjavíkur segir ósannað hvor mannanna tveggja í flugvél, sem fórst við Selá í Vopnafirði í júlí 2009, flaug vélinni. Þótt flugið hafi verið ámælisvert beri Tryggingamiðstöðinni að greiða manninum slysabætur.

Innlent
Fréttamynd

„Ætla að taka Breivik á þetta“

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Allir lýsa yfir sak­leysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­stakur sak­sóknari hefur á­kært í alls 96 málum - 206 felld niður

Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.

Viðskipti innlent