Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 12:37 Konan mætti fyrir dóm í dag í fylgd lögregluvarða en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 14.febrúar. vísir/sunna karen Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða. Hún sé heilsteypt, dugleg og samviskusöm kona. Þá hafi ekkert bent til siðblindu, eftir siðblindupróf sem konunni var gert að fara í. Umræddur geðlæknir gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins á hendur konunni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann sagði konuna tala fallega um sambýlismann sinn og taldi fullvíst að samband þeirra hafi verið mjög ástríkt. Hún hafi þó efast um sjálfa sig í sálfræðimatinu. Telur sig ábyrga„Mér fannst hennar frásögn út í gegn heilsteypt. Ég sá sorgarviðbrögð og hún varð oft meyr. Eins og ég skil þetta þá studdi hún hann og ég held hún hafi elskað þennan mann,“ sagði geðlæknirinn. „En það sem er svolítið merkilegt er að ef ég skil þetta rétt þá hefur hún aldrei talið sig hafa gert þetta. Mér finnst eins og hún telji sig eiga sök á því sem gerðist og sé ábyrg fyrir dauða hans.“ Konan var því metin sakhæf en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Hún sagði fyrir dómi í dag að hún og sambýlismaður hennar hafi bæði verið mjög drukkin daginn örlagaríka og kvaðst því ekki vita hvað hefði átt sér stað á heimili þeirra. Sjá einnig: Þreif blóðið af manninum og klæddi í ný föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan tólf og fjórtán hinn 14. febrúar síðastliðinn en skömmu fyrir hádegi tók hann leigubíl í vínbúð í Hafnarfirði áður en þau fóru saman í matvöruverslun. Konan neitar sök í málinu og hafnar jafnframt öllum bótakröfum.vísir/stefán Bæði tvö í annarlegu ástandi Leigubílstjórinn sem ók þeim gaf jafnframt skýrslu í málinu. Hann sagði engan vafa ríkja um að þau hefðu bæði verið í annarlegu ástandi þennan morgun, en áður en konan settist upp í leigubíl datt hún og sambýlismaður hennar hjálpaði henni á fætur. Þá sagði hann ekkert hafa bent til þess að eitthvað ósætti hafi verið á milli þeirra. „Fréttirnar komu mér mjög á óvart. En ég skil ekki pólsku þannig að ég veit ekki hvað fór þeirra á milli, en allt í góðu eins og ég les það,“ sagði leigubílstjórinn. Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað árla morguns og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega eitt til tvö vodkastaup. Hún sagðist hafa lagt sig og svo fundið manninn látinn. Þá hafi hún hringt í dóttur sína sem kom henni til aðstoðar, en dóttirin neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Konan neitaði sök í málinu og hafnaði jafnframt öllum bótakröfum. Móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu lýkur á morgun, en dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðan. Dómsmál Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða. Hún sé heilsteypt, dugleg og samviskusöm kona. Þá hafi ekkert bent til siðblindu, eftir siðblindupróf sem konunni var gert að fara í. Umræddur geðlæknir gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins á hendur konunni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann sagði konuna tala fallega um sambýlismann sinn og taldi fullvíst að samband þeirra hafi verið mjög ástríkt. Hún hafi þó efast um sjálfa sig í sálfræðimatinu. Telur sig ábyrga„Mér fannst hennar frásögn út í gegn heilsteypt. Ég sá sorgarviðbrögð og hún varð oft meyr. Eins og ég skil þetta þá studdi hún hann og ég held hún hafi elskað þennan mann,“ sagði geðlæknirinn. „En það sem er svolítið merkilegt er að ef ég skil þetta rétt þá hefur hún aldrei talið sig hafa gert þetta. Mér finnst eins og hún telji sig eiga sök á því sem gerðist og sé ábyrg fyrir dauða hans.“ Konan var því metin sakhæf en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Hún sagði fyrir dómi í dag að hún og sambýlismaður hennar hafi bæði verið mjög drukkin daginn örlagaríka og kvaðst því ekki vita hvað hefði átt sér stað á heimili þeirra. Sjá einnig: Þreif blóðið af manninum og klæddi í ný föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan tólf og fjórtán hinn 14. febrúar síðastliðinn en skömmu fyrir hádegi tók hann leigubíl í vínbúð í Hafnarfirði áður en þau fóru saman í matvöruverslun. Konan neitar sök í málinu og hafnar jafnframt öllum bótakröfum.vísir/stefán Bæði tvö í annarlegu ástandi Leigubílstjórinn sem ók þeim gaf jafnframt skýrslu í málinu. Hann sagði engan vafa ríkja um að þau hefðu bæði verið í annarlegu ástandi þennan morgun, en áður en konan settist upp í leigubíl datt hún og sambýlismaður hennar hjálpaði henni á fætur. Þá sagði hann ekkert hafa bent til þess að eitthvað ósætti hafi verið á milli þeirra. „Fréttirnar komu mér mjög á óvart. En ég skil ekki pólsku þannig að ég veit ekki hvað fór þeirra á milli, en allt í góðu eins og ég les það,“ sagði leigubílstjórinn. Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað árla morguns og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega eitt til tvö vodkastaup. Hún sagðist hafa lagt sig og svo fundið manninn látinn. Þá hafi hún hringt í dóttur sína sem kom henni til aðstoðar, en dóttirin neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Konan neitaði sök í málinu og hafnaði jafnframt öllum bótakröfum. Móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu lýkur á morgun, en dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðan.
Dómsmál Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43