Ósannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. maí 2015 09:15 För eftir rafmagnslínur á væng flugvélarinnar. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming. Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming.
Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05
TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20