Bóndi í Flóahreppi dæmdur fyrir að klippa á girðingu Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2015 16:30 Bóndinn var sakaður um að hafa rekið hross inn á landið en ekki þótti lögfull sönnun fyrir því og hann sýknaður af ákærunni. Vísir/Stefán. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði. Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði.
Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06