Loftslagsmál

Fréttamynd

Um nauðsyn orkustefnu

Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsta áskorun okkar tíma

Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland fékk leyfi frá Bláskógabyggð til að grafa í Suðurjökul Langjökuls til að útbúa þar eitt hundrað metra ísgöng. Herbert Hauksson, stofnandi fyrirtækisins, segir náttúrulega íshella í jökulsporðinu vera að bráðna. Bjóða þurfi ferðamönnum nýjan möguleika á breyttum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk

Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði.

Innlent
Fréttamynd

Birkiskógar fái að dreifa úr sér

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerð stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi.

Innlent
Fréttamynd

Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast

Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi

Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.

Erlent