Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:56 Kolaorkuver eru verstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminu. Víða er enn verið að reisa ný kolaver. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim orkuverum, verksmiðjum, byggingum og bílum sem nú eru í notkun er nægilega mikil til að hnattræn hlýnun verði meiri en þær 1,5 gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Með þeim áætlun sem liggja fyrir um frekari kolaorkuver og innviði á losunin eftir að stóraukast. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Nature er að haldi menn áfram að nýta kolefnislosandi innviði sem þegar eru til staðar út líftíma þeirra eigi losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun eftir að nema meira en 650 milljörðum tonna. Það er langt umfram það magn kolefnis sem vísindamenn telja að þurfi til að valda hlýnun upp á 1,5 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Þegar litið er til þeirra áforma sem eru uppi um frekari kolaorkuver og annan losandi iðnað gæti losunin aukist um tvö hundruð milljarða tonna til viðbótar. Washington Post segir að framkvæmdir við sum þessara verkefna séu þegar hafnar.Kolefnisbókhaldið gæti sprungið á næstu 10-14 árum Í Parísarsamkomulaginu hétu nær öll ríki heims því að draga úr losun með það að markmiði að halda hlýnun á þessari öld innan við tvær gráður. Fyrir tilstilli Kyrrahafseyríkja sem eru að sökkva í sæ var samþykkt að stefna einnig að því að takmarka hlýnunina við 1,5 gráður. „Kolefnisbókhald upp á 1,5°C leyfir enga frekari losandi innviði og krefst verulegra breytinga á líftíma eða rekstri orkuinnviða sem þegar eru til staðar,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína stóðu að. Hugtakið kolefnisbókhald hefur verið notað yfir hversu mikil hlýnun hlýst af losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á því hversu mikið menn geta losað til viðbótar áður en farið verður fram yfir markmið Parísarsamkomulagsins hafa verið nokkuð á reiki. Kenningar eru um að ef mannkynið losar á bilinu 420 til 580 milljarða tonna af koltvísýringi verði um 50-66% líkur á að hnattræn hlýnun haldist innan við 1,5 gráður. Miðað við núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum, um 41 milljarður tonna á ári, yrði kolefnisbókhaldið fyrir 1,5 gráður sprungið eftir tíu til fjórtán ár. Verði losunin áfram óbreytt kláraðist kolefnisbókhaldið fyrir tveggja gráðu hlýnun á 28-36 árum. Losun á heimsvísu er aftur á móti að aukast eftir að hún hafði staðið í stað í örfá ár.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri. 26. júní 2019 11:58
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18