Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 21:51 Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísindamennirnir lögðu mat á hversu mikið land væri hægt að rækta upp á jörðinni. Vísir/Getty Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14