Loftslagsmál

Fréttamynd

Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu

"Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við

Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni.

Innlent
Fréttamynd

Málefni sem snerta alla heimskringluna

Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið sameina vísindin, stjórnmál og umhverfisvernd.

Kynningar
Fréttamynd

Hringrásarhagkerfið og nýsköpun

Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku.

Skoðun
Fréttamynd

Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga

Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar.

Innlent
Fréttamynd

Bílabylting

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Ógurlegt tjón eftir Mangkhut

Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi

Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn.

Erlent