Þurrkur truflar skipasiglingar á Rínarfljóti Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 14:27 Um 80% af vöruflutningum með skipum í Þýskalandi fara fram um Rínarfljót. Skip þar hafa ekki getað siglt fullfermd vegna þurrks undanfarna mánuði. Vísir/EPA Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina. Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina.
Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira