Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 14:00 Markmið ríkisstjórnarinnar er að hætta notkun jarðefnaeldsneytis fyrir miðja öldina. Einn liður í því verður að gera nýskráningu dísil- og bensínbíla óheimila eftir 2030. Vísir/Vilhelm Nýskráningar bensín- og dísilbíla verða óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum í dag. Í henni lýsir ríkisstjórnin því hvernig hún ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni bindingu kolefnis til þess að fyrrgreind markmið náist. Losun gróðurhúsalofttegunda er orsök loftslagsbreytinga á jörðinni.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmMegináhersla áætlunarinnar er annars vegar á orkuskipti í samgöngum með sérstakri áherslu á rafvæðingu bílaflotans og hins vegar átak í kolefnisbindingu með landrækt og landgræðslu auk markvissra aðgerða til að endurheimta votlendi. Algjör útfösun jarðefnaeldsneytis er sögð langtímamarkmið áætlunarinnar. Raunhæft sé að stefna að því að draga merkjanlega úr notkun jarðefnaeldsneytis til ársins 2030 og hætta notkun þess alfarið fyrir miðja þessa öld. Ríkisstjórnin ætlar að verja 6,8 milljörðum króna til að fjármagna aðgerðir næstu fimm ára. Þegar hefur verið gert ráð fyrir fjárveitingunum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023. Af því fé fara um fjórir milljarðar í kolefnisbindingu og um 1,5 milljarðar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri aðgerða til orskuskipta. Um hálfur milljarður verður lagður í nýsköpun vegna loftslagsmála og um 800 milljónir í ýmsar aðgerðir eins og rannsóknir á súrnun sjávar, aðlögun að loftslagsbreytingum og fleira. Ekki er lagt mat á hversu miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu aðgerðirnar eiga að skila að öðru leyti en því að þær eigi að tryggja það að Ísland nái yfirlýstum markmiðum sínum í loftslagsmálum.Hluti af þeim 1,5 milljörðum króna sem verða lagðir í innviði rafvæðingar í samgöngum fara í uppbyggingu innviða eins og hleðslustöðva fyrir rafbíla.Vísir/VilhelmOrkuskiptin í samgöngum Ætlun ríkisstjórnarinnar er að draga úr losun frá vegasamgöngum á Íslandi um helming eða meira á næstu tólf árum. Telur hún að stærsta tækifærið til að ná skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum sé að skipta olíu út fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Langtímamarkmiðið er að notkun jarðefnaeldsneytis verði á endanum alveg hætt. Ellefu aðgerðir á áætluninni tengjast því markmiði, sumar þeirra gamlar en aðrar nýjar af nálinni. Áfram verða veittar ívilnanir fyrir loftslagsvæna bíla og eldsneyti líkt og verið hefur. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti, sem var hækkað um 50% í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10% á næsta ári og 10% til viðbótar árið 2020.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á fundinum í dag.Vísir/VilhelmSamhliða því ætlar ríkisstjórnin sér að styrkja innviði fyrir rafbíla og aðra vistvæna bíla, þar á meðal með fjölgun hraðhleðslustöðva og annarra loftslagsvænna eldsneytisstöðva, til dæmis með metan og vetni. Þá er ætlunin að bæta reglur fyrir rafbíla í byggingar- og skipulagsreglugerðum þannig að mögulegt verði að setja upp hleðslustöðvar í nýbyggingum. Efla á almenningssamgöngur og deilihagkerfi í samgöngum. Markmið áætlunarinnar er að fjölga farþegum í almenningssamgöngum og að stutt verði við orkuskipti. Þetta á meðal annars að gera með uppbyggingum innviða, þar á meðal samgöngumiðstöðva og forgangsakreina. Innviðir fyrir raf- og reiðhjól verða einnig bættir. Gera á áætlun um lagningu hjólreiðastíga í helstu þéttbýliskjörnum og fjölförnum leiðum meðfram þjóðvegum.Ekki er fjallað um losun frá stóriðju eða flugsamgöngum í aðgerðaáætluninni. Losun frá þeim geirum fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópu og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.Vísir/VilhelmJarðefnaeldsneytisbílar fasaðir út Einnig verður reynt að fækka bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á götum landsins. Þannig er lagt til að nýskráningar dísil- og bensínbíla verði óheimilar eftir árið 2030. Bannið verður þó ekki afdráttarlaust því skoða á möguleikann á undanþágum í sérstökum tilfellum, meðal annars út frá byggðarsjónarmiðum. Ísland myndi þannig fylgja í fótspor annarra ríkja eins og Bretlands, Frakklands og Noregs í að setja sér markmið um að hætta notkun jarðefnaeldsneytisbíla. Stjórnvöld munu jafnframt styðja við úreldingu eldri bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti til að flýta fyrir orkuskiptunum. Sá fyrirvari er sleginn við þá aðgerð að meta þurfi hvort tímabundið átak til að úrelda eldri bensínbíla skili meiri árangri en að styrkja innviði fyrir loftslagsvæna bíla.Losun frá vegasamgöngum eru um þriðjungur þeirrar sem er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda samkvæmt Evrópureglum.Vísir/EPABinding og bætt landnotkun Ríkisstjórnin teflir fram fimm aðgerðum í því sem hún lýsir sem átaki í kolefnisbindingu og bættri landnotkun. Það verður háð með því að efla skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og að koma í veg fyrir frekari framræslu þess. Auk þess að leggja til að gerð verði áætlun um endurheimt votlendis og fjármagn til þess verði aukið verulega kveður aðgerðaáætlunin á um að takmarkanir á framræslu votlendis verði hertar og eftirlit bætt. Bent er á að nærri því 90% votlendis á láglendi hafi þegar verið ræst fram og því sé erfitt að réttlæta frekari framræslu nema brýn nauðsyn liggi við.Tekið tillit til óvissu um losun frá landi Mikið hefur farið fyrir umræðu um endurheimt votlendis í tengslum við loftslagsaðgerðir Íslands undanfarin misseri en talið er að allt að þrír fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu votlendi. Erfitt hefur þó verið talið að meta losun og kolefnisbindingu frá landi nákvæmlega. Í áætluninni kemur meðal annars fram að kolefnisbókhald og mat á losun og bindingu sé óviðunandi eins og stendur. Losun frá landnotkun sé metin og talin fram í loftslagsbókhaldi Íslands og annarra ríkja en hún sé hins vegar ekki talin fram gagnvart skuldbindingum í Kýótóbókuninni eða í regluverki Evrópusambandsins. Ástæðan er sú að erfiðara hefur verið að meta losun frá landi en frá öðrum uppsprettum. Því hefur verið óljóst hvort og hversu mikið hægt væri að telja til ávinning af endurheimt votlendis upp í alþjóðlegar skuldbindingar Íslands líkt og Vísir fjallaði um fyrr á þessu ári. Í aðgerðaáætluninni nú kemur fram að ESB-ríki, sem Ísland er í samfloti með, geta ekki talið fram ávinning af aðgerðum í landnotkun á móti losun í öðrum geirum eins og stendur. Með Parísarsamkomulaginu verði það þó hægt að einhverju leyti á móti losun frá landbúnaði að því gefnu að ekki sé nettólosun frá landi af völdum manna. Í áætluninni er þannig viðurkennt að aðgerðir um breytta landnýtingu geti ekki komið í staðinn fyrir aðrar aðgerðir eins og að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis. Slíkar aðgerðir munu hins vegar fá meira vægi og viðurkenningu eftir því sem kolefnisbókhald landnotkunar verði áreiðanlegra. „Í áætluninni er lögð áhersla á að hún styðji við markmið stjórnvalda um að standa við tölulegar skuldbindingar í alþjóðasamningum og Evrópureglum. Hitt skiptir líka máli, að draga almennt úr losun og auka kolefnisbindingu, óháð því hvar skuldbindingarnar liggja,“ segir í áætlunni.Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Framræst votlendi losar um 73% af öllum gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á ári.Áskell ÞórissonFasa út svartolíu og rafvæða hafnir Það er ekki aðeins í vegasamgöngum sem stefnt er að orkuskiptum í aðgerðaáætluninni. Mælt er með því að ferjur í reglubundnum siglingum nýti eingöngu kolefnislausa orkugjafa næst þegar þær verða endurnýjaðar, skip noti frekar endurnýjanlegt eldsneyti og svartolíunotkun við strendur landsins verði fösuð út. Þá er stefnt að því að auka rafvæðingu hafna. Raftengingar sem fullnægja orkuþörf allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum verði aðgengilegar fyrir árið 2025. Einnig á að skikka flugvélar að nota landtengingu við rafmagn þegar þær standa á stæðum við flugstöðvarbyggingar. Sumar fiskimjölsverksmiðjur landsins eru enn knúnar með rafmagni sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Stefnt er að því að öll fiskimjölsframleiðsla verði rafvædd fyrir árið 2030.Bruni skipa á svartolíu losar ekki aðeins mikið magn gróðurhúsalofttegunda heldur einnig mengandi svifryk.Fréttablaðið/StefánÓvissa um skuldbindingarnar og markmiðin Þrátt fyrir að áætluninni sé ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu liggur hvorki fyrir hverjar þær skuldbindingar verða nákvæmlega né hversu miklum árangri aðgerðirnar sem mælt er fyrir um í áætluninni eiga að skila. Íslensk stjórnvöld taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030 miðað við árið 1990. Enn hefur hins vegar ekki verið samið um hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður. Að sögn Huga Ólafssonar, formanns verkefnastjórnarinnar sem vann aðgerðaáætlunina, standa viðræður Íslendinga og Norðmanna við Evrópusambandið um hver hlutur þeirra í sameiginlega markmiðinu verður enn yfir. Vonir standi til að meginlínurnar verði klárar fyrir árslok. Ekki sé enn hægt að segja til um hver hlutur Íslands verður. Samkvæmt áætluninni gæti Ísland hins vegar þurft að draga úr árlegri losun frá orkunotkun um eina milljón tonna koltvísýringsígilda árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki er lagt nákvæmt mat á hversu miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda aðgerðirnar eiga að skila eða hversu mikil binding á að nást með þeim kemur fram í aðgerðaáætluninni. Í inngangi verkefnisstjórnarinnar sem vann aðgerðaáætlunina er vikið að því að erfitt geti verið að meta líkleg áhrif einstakra aðgerða og kostnaðinn við þær sömuleiðis. Unnið sé að því að þróa mat á árangrinum og bæta spár um þróun losunar. „Ljóst er að aðgerðir í áætluninni munu stuðla að minni losun og meiri kolefnisbindingu en væri að óbreyttu, en æskilegt er að bæta mat á líklegum áhrifum þeirra,“ segir þar. Til stendur að endurskoða áætlunina strax á næsta ári þegar regluverk um skuldbindingar Íslands skýrist og betur verður hægt að meta hvernig hún getur hjálpað stjórnvöldum að mæta þeim. Áætlunin verður sett í samráðsgátt stjórnarráðsins til umsagnar og verður uppfærð í ljósi ábendinga sem þar berast. Opið verður fyrir umsagnir til 1. nóvember.Hlýnun á Íslandi og í hafinu í kring frá 1865 til 2005 ásamt áætlaðri hlýnun til lok aldarinnar. Bláskyggða svæðið á 21. öldinni sýnir hlýnun miðað við verulegan samdrátt í losun. Rauðskyggða svæðið sýnir spá um þróun hita miðað við óhefta losun.Veðurstofa Íslands/IPCCÍsland þarf að aðlagast loftslagsbreytingum Auk aðgerðanna sem lýst er í áætluninni er einnig sögð þörf á að Ísland aðlagist þeim loftslagsbreytingum sem óhjákvæmilegt er að eigi sér stað vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum sem þegar hefur átt sér stað. Í áætluninni segir að vakta þurfi afleiðingar loftslagsbreytinga, efla þekkingu og og skilning á loftslagsmálum. Fyrr á þessu ári gáfu stjórnvöld út vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi. Þar kom fram að þær hefðu nú víðtæk áhrif á náttúrufar, lífríki og samfélag manna. Áhrifin muni aðeins aukast eftir því sem líður á öldina ef ekki verði dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á meðal varhugarverðra áhrifa loftslagsbreytinga við Ísland sem nefnd voru í skýrslunni var hækkandi sjávarstaða sem leiðir til meiri hættu á sjávarflóðum á láglendi og súrnun og hlýnun sjávar sem gæti haft áhrif á sjávarlíf við strendur landsins. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Nýskráningar bensín- og dísilbíla verða óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum í dag. Í henni lýsir ríkisstjórnin því hvernig hún ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni bindingu kolefnis til þess að fyrrgreind markmið náist. Losun gróðurhúsalofttegunda er orsök loftslagsbreytinga á jörðinni.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmMegináhersla áætlunarinnar er annars vegar á orkuskipti í samgöngum með sérstakri áherslu á rafvæðingu bílaflotans og hins vegar átak í kolefnisbindingu með landrækt og landgræðslu auk markvissra aðgerða til að endurheimta votlendi. Algjör útfösun jarðefnaeldsneytis er sögð langtímamarkmið áætlunarinnar. Raunhæft sé að stefna að því að draga merkjanlega úr notkun jarðefnaeldsneytis til ársins 2030 og hætta notkun þess alfarið fyrir miðja þessa öld. Ríkisstjórnin ætlar að verja 6,8 milljörðum króna til að fjármagna aðgerðir næstu fimm ára. Þegar hefur verið gert ráð fyrir fjárveitingunum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023. Af því fé fara um fjórir milljarðar í kolefnisbindingu og um 1,5 milljarðar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri aðgerða til orskuskipta. Um hálfur milljarður verður lagður í nýsköpun vegna loftslagsmála og um 800 milljónir í ýmsar aðgerðir eins og rannsóknir á súrnun sjávar, aðlögun að loftslagsbreytingum og fleira. Ekki er lagt mat á hversu miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu aðgerðirnar eiga að skila að öðru leyti en því að þær eigi að tryggja það að Ísland nái yfirlýstum markmiðum sínum í loftslagsmálum.Hluti af þeim 1,5 milljörðum króna sem verða lagðir í innviði rafvæðingar í samgöngum fara í uppbyggingu innviða eins og hleðslustöðva fyrir rafbíla.Vísir/VilhelmOrkuskiptin í samgöngum Ætlun ríkisstjórnarinnar er að draga úr losun frá vegasamgöngum á Íslandi um helming eða meira á næstu tólf árum. Telur hún að stærsta tækifærið til að ná skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsáttmálanum sé að skipta olíu út fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Langtímamarkmiðið er að notkun jarðefnaeldsneytis verði á endanum alveg hætt. Ellefu aðgerðir á áætluninni tengjast því markmiði, sumar þeirra gamlar en aðrar nýjar af nálinni. Áfram verða veittar ívilnanir fyrir loftslagsvæna bíla og eldsneyti líkt og verið hefur. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti, sem var hækkað um 50% í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10% á næsta ári og 10% til viðbótar árið 2020.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á fundinum í dag.Vísir/VilhelmSamhliða því ætlar ríkisstjórnin sér að styrkja innviði fyrir rafbíla og aðra vistvæna bíla, þar á meðal með fjölgun hraðhleðslustöðva og annarra loftslagsvænna eldsneytisstöðva, til dæmis með metan og vetni. Þá er ætlunin að bæta reglur fyrir rafbíla í byggingar- og skipulagsreglugerðum þannig að mögulegt verði að setja upp hleðslustöðvar í nýbyggingum. Efla á almenningssamgöngur og deilihagkerfi í samgöngum. Markmið áætlunarinnar er að fjölga farþegum í almenningssamgöngum og að stutt verði við orkuskipti. Þetta á meðal annars að gera með uppbyggingum innviða, þar á meðal samgöngumiðstöðva og forgangsakreina. Innviðir fyrir raf- og reiðhjól verða einnig bættir. Gera á áætlun um lagningu hjólreiðastíga í helstu þéttbýliskjörnum og fjölförnum leiðum meðfram þjóðvegum.Ekki er fjallað um losun frá stóriðju eða flugsamgöngum í aðgerðaáætluninni. Losun frá þeim geirum fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópu og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.Vísir/VilhelmJarðefnaeldsneytisbílar fasaðir út Einnig verður reynt að fækka bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á götum landsins. Þannig er lagt til að nýskráningar dísil- og bensínbíla verði óheimilar eftir árið 2030. Bannið verður þó ekki afdráttarlaust því skoða á möguleikann á undanþágum í sérstökum tilfellum, meðal annars út frá byggðarsjónarmiðum. Ísland myndi þannig fylgja í fótspor annarra ríkja eins og Bretlands, Frakklands og Noregs í að setja sér markmið um að hætta notkun jarðefnaeldsneytisbíla. Stjórnvöld munu jafnframt styðja við úreldingu eldri bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti til að flýta fyrir orkuskiptunum. Sá fyrirvari er sleginn við þá aðgerð að meta þurfi hvort tímabundið átak til að úrelda eldri bensínbíla skili meiri árangri en að styrkja innviði fyrir loftslagsvæna bíla.Losun frá vegasamgöngum eru um þriðjungur þeirrar sem er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda samkvæmt Evrópureglum.Vísir/EPABinding og bætt landnotkun Ríkisstjórnin teflir fram fimm aðgerðum í því sem hún lýsir sem átaki í kolefnisbindingu og bættri landnotkun. Það verður háð með því að efla skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og að koma í veg fyrir frekari framræslu þess. Auk þess að leggja til að gerð verði áætlun um endurheimt votlendis og fjármagn til þess verði aukið verulega kveður aðgerðaáætlunin á um að takmarkanir á framræslu votlendis verði hertar og eftirlit bætt. Bent er á að nærri því 90% votlendis á láglendi hafi þegar verið ræst fram og því sé erfitt að réttlæta frekari framræslu nema brýn nauðsyn liggi við.Tekið tillit til óvissu um losun frá landi Mikið hefur farið fyrir umræðu um endurheimt votlendis í tengslum við loftslagsaðgerðir Íslands undanfarin misseri en talið er að allt að þrír fjórðu af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu votlendi. Erfitt hefur þó verið talið að meta losun og kolefnisbindingu frá landi nákvæmlega. Í áætluninni kemur meðal annars fram að kolefnisbókhald og mat á losun og bindingu sé óviðunandi eins og stendur. Losun frá landnotkun sé metin og talin fram í loftslagsbókhaldi Íslands og annarra ríkja en hún sé hins vegar ekki talin fram gagnvart skuldbindingum í Kýótóbókuninni eða í regluverki Evrópusambandsins. Ástæðan er sú að erfiðara hefur verið að meta losun frá landi en frá öðrum uppsprettum. Því hefur verið óljóst hvort og hversu mikið hægt væri að telja til ávinning af endurheimt votlendis upp í alþjóðlegar skuldbindingar Íslands líkt og Vísir fjallaði um fyrr á þessu ári. Í aðgerðaáætluninni nú kemur fram að ESB-ríki, sem Ísland er í samfloti með, geta ekki talið fram ávinning af aðgerðum í landnotkun á móti losun í öðrum geirum eins og stendur. Með Parísarsamkomulaginu verði það þó hægt að einhverju leyti á móti losun frá landbúnaði að því gefnu að ekki sé nettólosun frá landi af völdum manna. Í áætluninni er þannig viðurkennt að aðgerðir um breytta landnýtingu geti ekki komið í staðinn fyrir aðrar aðgerðir eins og að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis. Slíkar aðgerðir munu hins vegar fá meira vægi og viðurkenningu eftir því sem kolefnisbókhald landnotkunar verði áreiðanlegra. „Í áætluninni er lögð áhersla á að hún styðji við markmið stjórnvalda um að standa við tölulegar skuldbindingar í alþjóðasamningum og Evrópureglum. Hitt skiptir líka máli, að draga almennt úr losun og auka kolefnisbindingu, óháð því hvar skuldbindingarnar liggja,“ segir í áætlunni.Þegar mýrarjarðvegur kemst í snertingu við loft þegar votlendi er þurrkað upp byrjar hann að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Framræst votlendi losar um 73% af öllum gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á ári.Áskell ÞórissonFasa út svartolíu og rafvæða hafnir Það er ekki aðeins í vegasamgöngum sem stefnt er að orkuskiptum í aðgerðaáætluninni. Mælt er með því að ferjur í reglubundnum siglingum nýti eingöngu kolefnislausa orkugjafa næst þegar þær verða endurnýjaðar, skip noti frekar endurnýjanlegt eldsneyti og svartolíunotkun við strendur landsins verði fösuð út. Þá er stefnt að því að auka rafvæðingu hafna. Raftengingar sem fullnægja orkuþörf allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum verði aðgengilegar fyrir árið 2025. Einnig á að skikka flugvélar að nota landtengingu við rafmagn þegar þær standa á stæðum við flugstöðvarbyggingar. Sumar fiskimjölsverksmiðjur landsins eru enn knúnar með rafmagni sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Stefnt er að því að öll fiskimjölsframleiðsla verði rafvædd fyrir árið 2030.Bruni skipa á svartolíu losar ekki aðeins mikið magn gróðurhúsalofttegunda heldur einnig mengandi svifryk.Fréttablaðið/StefánÓvissa um skuldbindingarnar og markmiðin Þrátt fyrir að áætluninni sé ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu liggur hvorki fyrir hverjar þær skuldbindingar verða nákvæmlega né hversu miklum árangri aðgerðirnar sem mælt er fyrir um í áætluninni eiga að skila. Íslensk stjórnvöld taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030 miðað við árið 1990. Enn hefur hins vegar ekki verið samið um hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður. Að sögn Huga Ólafssonar, formanns verkefnastjórnarinnar sem vann aðgerðaáætlunina, standa viðræður Íslendinga og Norðmanna við Evrópusambandið um hver hlutur þeirra í sameiginlega markmiðinu verður enn yfir. Vonir standi til að meginlínurnar verði klárar fyrir árslok. Ekki sé enn hægt að segja til um hver hlutur Íslands verður. Samkvæmt áætluninni gæti Ísland hins vegar þurft að draga úr árlegri losun frá orkunotkun um eina milljón tonna koltvísýringsígilda árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki er lagt nákvæmt mat á hversu miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda aðgerðirnar eiga að skila eða hversu mikil binding á að nást með þeim kemur fram í aðgerðaáætluninni. Í inngangi verkefnisstjórnarinnar sem vann aðgerðaáætlunina er vikið að því að erfitt geti verið að meta líkleg áhrif einstakra aðgerða og kostnaðinn við þær sömuleiðis. Unnið sé að því að þróa mat á árangrinum og bæta spár um þróun losunar. „Ljóst er að aðgerðir í áætluninni munu stuðla að minni losun og meiri kolefnisbindingu en væri að óbreyttu, en æskilegt er að bæta mat á líklegum áhrifum þeirra,“ segir þar. Til stendur að endurskoða áætlunina strax á næsta ári þegar regluverk um skuldbindingar Íslands skýrist og betur verður hægt að meta hvernig hún getur hjálpað stjórnvöldum að mæta þeim. Áætlunin verður sett í samráðsgátt stjórnarráðsins til umsagnar og verður uppfærð í ljósi ábendinga sem þar berast. Opið verður fyrir umsagnir til 1. nóvember.Hlýnun á Íslandi og í hafinu í kring frá 1865 til 2005 ásamt áætlaðri hlýnun til lok aldarinnar. Bláskyggða svæðið á 21. öldinni sýnir hlýnun miðað við verulegan samdrátt í losun. Rauðskyggða svæðið sýnir spá um þróun hita miðað við óhefta losun.Veðurstofa Íslands/IPCCÍsland þarf að aðlagast loftslagsbreytingum Auk aðgerðanna sem lýst er í áætluninni er einnig sögð þörf á að Ísland aðlagist þeim loftslagsbreytingum sem óhjákvæmilegt er að eigi sér stað vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum sem þegar hefur átt sér stað. Í áætluninni segir að vakta þurfi afleiðingar loftslagsbreytinga, efla þekkingu og og skilning á loftslagsmálum. Fyrr á þessu ári gáfu stjórnvöld út vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi. Þar kom fram að þær hefðu nú víðtæk áhrif á náttúrufar, lífríki og samfélag manna. Áhrifin muni aðeins aukast eftir því sem líður á öldina ef ekki verði dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á meðal varhugarverðra áhrifa loftslagsbreytinga við Ísland sem nefnd voru í skýrslunni var hækkandi sjávarstaða sem leiðir til meiri hættu á sjávarflóðum á láglendi og súrnun og hlýnun sjávar sem gæti haft áhrif á sjávarlíf við strendur landsins.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38
Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00