Tækifæri og ógnanir Magnús Halldórsson skrifar 18. nóvember 2012 13:44 Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst. Norski olíusjóðurinn er nú um 660 milljarðar dala að stærð, eða sem nemur 83 þúsund og átta hundruð milljörðum króna. Það nemur meira en 17 milljónum á hvern íbúa Noregs, en til samanburðar þá er landsframleiðsla Noregs á hvern íbúa um 53 þúsund og fjögur hundruð dalir, eða sem nemur 6,8 milljónum króna. Olíusjóðurinn einn er því 2,5 sinnum stærri en sem nemur landsframleiðslu Noregs á hvern íbúa árlega. Til samanburðar þá var landsframleiðslan hér á landi 1.620 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega fimmtíu og tvisvar sinnum minni en sem nemur stærð olíusjóðsins. Í Noregi búa um fimm milljónir en á Íslandi um fimmtán sinnum færri, ríflega 320 þúsund. Noregur er í sjöunda sæti á heimsvísu, samkvæmt lista Alþjóðabankans, yfir landsframleiðslu á hvern íbúa. Katar trónir á toppnum með 98 þúsund og níu hundruð dali, eða sem nemur 12,5 milljónum á hvern íbúa. Misskipting auðs í Katar er hins vegar svo ævintýraleg að landið er varla samanburðarhæft við nokkuð annað ríki að þessu leyti. Fámenn æðsta stjórn fær nánast allt í sinn vasa. Bandaríkin eru í ellefta sæti, með 48 þúsund og þrjú hundruð dali, eða um sex milljónir á hvern íbúa. Uppgangurinn í Noregi er rétt að byrja, segja sumir. Ástæðan eru nýlegir olíufundir sem ekki eru enn farnir að skila beinum hagnaði inn í hagkerfið en eiga svo sannarlega eftir að gera það. Þá er talið að 13 til 30 prósent af öllu ónýttu jarðgasi í heiminum falli innan yfirráðasvæðis Noregs og Rússlands, og einungis lítil hlutdeild í tekjum af þeim getur haft gríðarlega mikil efnahagsleg áhrif til framtíðar litið. Nýlega voru teknar ákvarðanir um að auka þorskkvóta í Barentshafi um 250 þúsund tonn, en einungis aukningin er næstum 50 prósent meira en þorskvóti í íslenskri lögsögu var á síðasta fiskveiðiári. Augljóslega getur þetta haft mikil efnahagsleg áhrif í Noregi. Til viðbótar má svo nefna stóraukna raforkusölu frá Noregi til Evrópu, sem er á teikniborðinu. Sala um sæstreng til Hollands hefur gefið Norðmönnum mikið í aðra hönd, og hafa tekjur af sölunni verið miklu meiri en reiknað var með þegar ákveðið var að leggja strenginn. Nú hafa verið teiknaðir fimm aðrir sæstrengir, sem myndu liggja m.a. um Eystrasalt. Uppgangurinn í Noregi er farinn að teygja anga sína til Íslands áþreifanlega. Árin 2008, 2009, 2010 og 2011 fluttu ríflega 3.300 fleiri héðan til Noregs heldur frá Noregi hingað til lands. Þá hafa fréttir verið sagðar af því að íslenskar verkfræðistofur séu farnar að hafa umtalsvert stóran hluta af tekjum sínum frá Noregi, sem hlýtur að teljast vera jákvæða tíðindi, einkum ef starfsmenn eru staðsettir hér á landi. Manni sýnist allt benda til þess að stjórnvöld hér á landi og regnhlífasamtök atvinnrekenda og starfsfólks þurfi að stilla betur saman strengi hvað þessi áhrif varðar, og kortleggja tækifæri og ógnanir. Til dæmis er það mikill veikleiki við opinberar tölur um fólksflutninga að Hagstofa Íslands, eða Þjóðskrá, safnar því ekki saman hvaða menntun fólkið hefur sem er að fara úr landi. Ef það lægi fyrir þá væri hægt að sjá betur hvaða þekking væri að fara, og hvaða þekking væri að koma í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst. Norski olíusjóðurinn er nú um 660 milljarðar dala að stærð, eða sem nemur 83 þúsund og átta hundruð milljörðum króna. Það nemur meira en 17 milljónum á hvern íbúa Noregs, en til samanburðar þá er landsframleiðsla Noregs á hvern íbúa um 53 þúsund og fjögur hundruð dalir, eða sem nemur 6,8 milljónum króna. Olíusjóðurinn einn er því 2,5 sinnum stærri en sem nemur landsframleiðslu Noregs á hvern íbúa árlega. Til samanburðar þá var landsframleiðslan hér á landi 1.620 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega fimmtíu og tvisvar sinnum minni en sem nemur stærð olíusjóðsins. Í Noregi búa um fimm milljónir en á Íslandi um fimmtán sinnum færri, ríflega 320 þúsund. Noregur er í sjöunda sæti á heimsvísu, samkvæmt lista Alþjóðabankans, yfir landsframleiðslu á hvern íbúa. Katar trónir á toppnum með 98 þúsund og níu hundruð dali, eða sem nemur 12,5 milljónum á hvern íbúa. Misskipting auðs í Katar er hins vegar svo ævintýraleg að landið er varla samanburðarhæft við nokkuð annað ríki að þessu leyti. Fámenn æðsta stjórn fær nánast allt í sinn vasa. Bandaríkin eru í ellefta sæti, með 48 þúsund og þrjú hundruð dali, eða um sex milljónir á hvern íbúa. Uppgangurinn í Noregi er rétt að byrja, segja sumir. Ástæðan eru nýlegir olíufundir sem ekki eru enn farnir að skila beinum hagnaði inn í hagkerfið en eiga svo sannarlega eftir að gera það. Þá er talið að 13 til 30 prósent af öllu ónýttu jarðgasi í heiminum falli innan yfirráðasvæðis Noregs og Rússlands, og einungis lítil hlutdeild í tekjum af þeim getur haft gríðarlega mikil efnahagsleg áhrif til framtíðar litið. Nýlega voru teknar ákvarðanir um að auka þorskkvóta í Barentshafi um 250 þúsund tonn, en einungis aukningin er næstum 50 prósent meira en þorskvóti í íslenskri lögsögu var á síðasta fiskveiðiári. Augljóslega getur þetta haft mikil efnahagsleg áhrif í Noregi. Til viðbótar má svo nefna stóraukna raforkusölu frá Noregi til Evrópu, sem er á teikniborðinu. Sala um sæstreng til Hollands hefur gefið Norðmönnum mikið í aðra hönd, og hafa tekjur af sölunni verið miklu meiri en reiknað var með þegar ákveðið var að leggja strenginn. Nú hafa verið teiknaðir fimm aðrir sæstrengir, sem myndu liggja m.a. um Eystrasalt. Uppgangurinn í Noregi er farinn að teygja anga sína til Íslands áþreifanlega. Árin 2008, 2009, 2010 og 2011 fluttu ríflega 3.300 fleiri héðan til Noregs heldur frá Noregi hingað til lands. Þá hafa fréttir verið sagðar af því að íslenskar verkfræðistofur séu farnar að hafa umtalsvert stóran hluta af tekjum sínum frá Noregi, sem hlýtur að teljast vera jákvæða tíðindi, einkum ef starfsmenn eru staðsettir hér á landi. Manni sýnist allt benda til þess að stjórnvöld hér á landi og regnhlífasamtök atvinnrekenda og starfsfólks þurfi að stilla betur saman strengi hvað þessi áhrif varðar, og kortleggja tækifæri og ógnanir. Til dæmis er það mikill veikleiki við opinberar tölur um fólksflutninga að Hagstofa Íslands, eða Þjóðskrá, safnar því ekki saman hvaða menntun fólkið hefur sem er að fara úr landi. Ef það lægi fyrir þá væri hægt að sjá betur hvaða þekking væri að fara, og hvaða þekking væri að koma í staðinn.