Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 22:00 Mohamed Salah skoraði þriðja mark Liverpool. Copa/Getty Images Liverpool nýtti tækifærið eftir tap Chelsea og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. Leicester tók forystuna frekar óvænt á sjöttu mínútu leiksins. Stephy Mavididi var aleinn úti á vinstri kantinum og gaf fyrir á Jordan Ayew sem gerði virkilega vel. Hann hélt varnarmanninum Andy Robertson frá sér, skýldi boltanum með bakið í markið, skaut svo í snúningnum og horfði á eftir boltanum leka í markið. Andy Robertson reyndi að bæta upp fyrir slakan varnarleik í markinu með því að ógna fram á við. Sem hann og gerði, lagði upp dauðafæri fyrir Cody Gakpo og átti svo sjálfur skalla í stöngina. Andy Robertson var ógnandi fram á við. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liverpool átti tvö skot til viðbótar í markrammann, svo virtist sem boltinn ætlaði ekki inn en það gerði hann í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Alexis Mac Allister fann Cody Gakpo þá úti á vinstri vængnum og hann gerði virkilega vel, kom sér á hægri fótinn og skaut skoti sem flaug í glæsiboga framhjá markverðinum. Liverpool fylgdi góðum endi á fyrri hálfleik eftir með frábærri byrjun á seinni hálfleik. Curtis Jones tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu eftir gott spil upp hægri kantinn. Mac Allister átti aftur stoðsendinguna en í þetta sinn var afgreiðslan auðveld fyrir markaskorarann. Curtis Jones fagnar marki sínu. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images2024 Liverpool FC Eftir heillanga myndbandsskoðun, þar sem hin ýmsu sjónarhorn voru skoðuð, var markið dæmt gilt. Álíka langur tími fór í skoðun þegar Cody Gakpo kom boltanum í netið á 68. mínútu, en þá reyndist rangstaða hafa átt sér stað í aðdragandanum. Mark Mohamed Salah fékk hins vegar að standa, þegar hann var við vítateigshornið og skaut lúmsku skoti framhjá varnarmanni í fjærhornið á 83. mínútu eftir góða sendingu frá Cody Gakpo. 3-1 varð niðurstaðan og Liverpool er nú með sjö stiga forskot á Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leicester situr í 18. sæti með 14 stig. Enski boltinn
Liverpool nýtti tækifærið eftir tap Chelsea og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. Leicester tók forystuna frekar óvænt á sjöttu mínútu leiksins. Stephy Mavididi var aleinn úti á vinstri kantinum og gaf fyrir á Jordan Ayew sem gerði virkilega vel. Hann hélt varnarmanninum Andy Robertson frá sér, skýldi boltanum með bakið í markið, skaut svo í snúningnum og horfði á eftir boltanum leka í markið. Andy Robertson reyndi að bæta upp fyrir slakan varnarleik í markinu með því að ógna fram á við. Sem hann og gerði, lagði upp dauðafæri fyrir Cody Gakpo og átti svo sjálfur skalla í stöngina. Andy Robertson var ógnandi fram á við. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liverpool átti tvö skot til viðbótar í markrammann, svo virtist sem boltinn ætlaði ekki inn en það gerði hann í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Alexis Mac Allister fann Cody Gakpo þá úti á vinstri vængnum og hann gerði virkilega vel, kom sér á hægri fótinn og skaut skoti sem flaug í glæsiboga framhjá markverðinum. Liverpool fylgdi góðum endi á fyrri hálfleik eftir með frábærri byrjun á seinni hálfleik. Curtis Jones tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu eftir gott spil upp hægri kantinn. Mac Allister átti aftur stoðsendinguna en í þetta sinn var afgreiðslan auðveld fyrir markaskorarann. Curtis Jones fagnar marki sínu. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images2024 Liverpool FC Eftir heillanga myndbandsskoðun, þar sem hin ýmsu sjónarhorn voru skoðuð, var markið dæmt gilt. Álíka langur tími fór í skoðun þegar Cody Gakpo kom boltanum í netið á 68. mínútu, en þá reyndist rangstaða hafa átt sér stað í aðdragandanum. Mark Mohamed Salah fékk hins vegar að standa, þegar hann var við vítateigshornið og skaut lúmsku skoti framhjá varnarmanni í fjærhornið á 83. mínútu eftir góða sendingu frá Cody Gakpo. 3-1 varð niðurstaðan og Liverpool er nú með sjö stiga forskot á Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Leicester situr í 18. sæti með 14 stig.