Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 19:31 Matheus Cunha skoraði beint úr hornspyrnu. Shaun Botterill/Getty Images Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. Leikurinn var líflegur í fyrri hálfleik og bæði lið fengu fín færi, án þess þó að skora mark. Matheus Cunha var hættulegasti maður vallarins og átti eftir að láta af sér kveða í seinni hálfleik. United-menn voru þá aðeins tíu inni á vellinum vegna þess að Bruno Fernandes fékk annað gult spjald og var rekinn af velli fyrir glæfralega tæklingu á Nelson Semedo. Bruno Fernandes biður Nelson Semedo afsökunar áður en hann gengur af velli.Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Cunha kom boltanum svo í netið beint úr hornspyrnu. Andre Onana, markmaður Manchester United, var í alls kyns vandræðum og bað um brot, en fékk ekki flautað á neitt. Þetta var tíunda mark Cunha á tímabilinu og þriðji deildarleikurinn í röð sem hann skorar. Leikurinn opnaðist aðeins á lokamínútunum. Úlfarnir settu fyrst mark fékk ekki að standa. United-menn þjörmuðu síðan hart að og fóru með eiginlega allt liðið fram til að finna jöfnunarmarkið, en það skilaði sér ekki og kostaði þá á endanum. Úlfarnir brunuðu upp í skyndisókn á lokamínútu uppbótartíma. Matheus Cunha lagði svo boltann til hliðar á Hwang Hee Chan sem kláraði auðvelt færi. Lokaniðurstaða 2-0 á Molineux. Þetta var annar sigur Úlfanna í röð og stigin þrjú fara með þá upp úr fallsæti. Þeir sitja nú í sautjánda sæti með fimmtán stig, sjö stigum á eftir Manchester United sem er í fjórtánda sæti. Enski boltinn
Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. Leikurinn var líflegur í fyrri hálfleik og bæði lið fengu fín færi, án þess þó að skora mark. Matheus Cunha var hættulegasti maður vallarins og átti eftir að láta af sér kveða í seinni hálfleik. United-menn voru þá aðeins tíu inni á vellinum vegna þess að Bruno Fernandes fékk annað gult spjald og var rekinn af velli fyrir glæfralega tæklingu á Nelson Semedo. Bruno Fernandes biður Nelson Semedo afsökunar áður en hann gengur af velli.Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Cunha kom boltanum svo í netið beint úr hornspyrnu. Andre Onana, markmaður Manchester United, var í alls kyns vandræðum og bað um brot, en fékk ekki flautað á neitt. Þetta var tíunda mark Cunha á tímabilinu og þriðji deildarleikurinn í röð sem hann skorar. Leikurinn opnaðist aðeins á lokamínútunum. Úlfarnir settu fyrst mark fékk ekki að standa. United-menn þjörmuðu síðan hart að og fóru með eiginlega allt liðið fram til að finna jöfnunarmarkið, en það skilaði sér ekki og kostaði þá á endanum. Úlfarnir brunuðu upp í skyndisókn á lokamínútu uppbótartíma. Matheus Cunha lagði svo boltann til hliðar á Hwang Hee Chan sem kláraði auðvelt færi. Lokaniðurstaða 2-0 á Molineux. Þetta var annar sigur Úlfanna í röð og stigin þrjú fara með þá upp úr fallsæti. Þeir sitja nú í sautjánda sæti með fimmtán stig, sjö stigum á eftir Manchester United sem er í fjórtánda sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti