14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa 1. júlí 2010 10:15 Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira