Lífið

Lauf­ey og Júnía fögnuðu af­mælis­deginum í Disney-garðinum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Laufey og Júnía fögnuðu 26 ára afmælisdegi sínum saman.
Laufey og Júnía fögnuðu 26 ára afmælisdegi sínum saman.

Tvíburarsysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu saman síðastliðinn miðvikudag, þann 23. apríl, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Báðar deildu myndum frá deginum með fylgjendum sínum á Instagram.

Afmælisdagur systranna virðist hafa verið afar viðburðarríkur en þær fóru meðal annars með vinkonum sínum í Disneyland-garðinn í Kaliforníu, í Pilates tíma og gæddu sér á ljúffengum hamborgurum frá skyndibitakeðjunni In-N-Out.

Um kvöldið var þeim fagnað með glæsilegri veislu utandyra þar sem þær skáluðu fyrir tímamótunum og blésu á köku í rökkrinu. Systurnar klæddust báðar fallegum ljósum dressum og báru afmæliskórónur með nafni þeirra á höfði.

Júnía og Laufey eru eineggjatvíburar, bestu vinkonur og samstarfsfélagar. Það kemur því ekki á óvart að þær hafi ákveðið að fagna deginum saman, þrátt fyrir að búa í sitthvoru landinu, en Júnía býr í Bretlandi og Laufey í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.

Laufey tróð upp á Coachella

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Laufey og Júnía í fremstu röð í París

Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.