Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra 18. janúar 2007 12:49 Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust og mun birta leynilega viðauka við varnarsamninginn frá 1951. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Í ræðu sem hún sem hún flutti um öryggis- og varnarmál í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu sagði hún að engin ástæða væri til þess. "Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenskar mæður gætu staðið frammi fyrir því að senda syni sína eða dætur í stríð, " sagði Valgerður. Hún sagði að vörnum landsins mætti sinna með öðrum úrræðum en innlendum vígbúnaði. Valgerður sagði að Ísland ætti að vera herlaust áfram. "Ísland er nú herlaust land, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Sannast sagna hefur reynslan á þeim mánuðum sem liðnir eru frá brotthvarfi bandaríkjahers styrkt mig í þeirri trú að við eigum að stefna að því að svo verði áfram á friðartímum, sagði Valgerður. Valgerður átti fund með utanríkismálanefnd í gær þar sem hún gerði grein fyrir leynilegum viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin frá 1951. "Viðaukarnir eru ekki þess eðlis að ástæða sé til þess að halda þeim leyndum lengur, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess," sagði Valgerður. Á næstu dögum verða viðaukarnir gerðir opinberir á heimasíðu ráðuneytisins. Utanríkisráðherra sagði einnig að veru Bandaríkjahers hér á landi hafi lokið síðasta haust, þá markaði það hvorki endalok varnarsamningsins né varnarsamstarfs okkar við Bandaríkin. Varnarsamningurinn héldi enn gildi sínu en nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggja aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Sú breyting hefði aðeins orðið á að hreyfanlegur styrkur bandaríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðverðu bandarísks herliðs hér á landi. "Ísland hefur jafnframt tekið við auknu hlutverki í vörnum landsins. Ísland mun taka við rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, sem er grunnforsenda þess að loftvarnarsveitir Bandaríkjanna og annarra ríkja geti athafnað sig hér við land. Framundan eru viðræður ríkjanna og samráð innan Atlantshafsbandalagsins um kerfið og með hvaða hætti það verður rekið í framtíðinni," sagði Valgerður. Hún sagði jafnfram að viðræður að undanförnu um öryggis- og varnarmál á fundum með Dönum, Norðmönnum og Bretum og síðar Kanadamönnum væru ekki viðleitni okkar til þess að fá aðrar þjóðir til þess að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. "Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi," sagði utanríkisráðherra. Ræðu utanríkisráðherra er að finna í heild hér að neðan.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira