Bókmenntafræðingur talar - Soffíu svarað 21. febrúar 2007 05:00 Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar