NBA upphitun: Suðausturriðillinn 27. október 2008 11:13 Jameer Nelson, Dwight Howard og Mikael Pietrus hjá Orlando bregða á leik NordicPhotos/GettyImages Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. Flestir hallast að því að það verði Orlando sem vermi toppsætið í þessum riðli í vor, en liðið gæti fengið samkeppni frá Washington og Atlanta.Washington er enn í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og Atlanta missti sterkan leikmann til Evrópu í sumar. Miami mun líklega verða miklu betra en þegar það vermdi botnsætið í deildinni síðasta vetur og þá verður gaman að sjá hvað Larry Brown gerir með lið Charlotte. Orlando Magic Orlando vann 52 leiki á síðustu leiktíð og féll út úr annari umferð úrslitakeppninnar fyrir Detroit. Krafan verður klárlega að gera betur í vetur. Árangur liðsins í vetur mun mikið til ráðast af þroska miðherjans Dwight Howard. Hann átti sitt besta ár í fyrra með rúm 20 stig, 14 fráköst og 2 varin skot, en flestir vilja sjá meira frá þessum tröllvaxna leikmanni. Orlando státar líka af tveimur hættulegum sóknarmönnum í þeim Rashard Lewis (18 stig) og Hedo Turkoglu (19,5 stig), en sá síðarnefndi sprakk út með liðinu í fyrra. Lewis á líklega aldrei eftir að standa undir 122 milljón dollara samningi sínum, en hann á nokkuð inni frá í fyrra. Þá bætti liðið við sig Michael Pietrus frá Golden State, en þar er á ferðinni ágætur leikmaður. Bakvarðastöðurnar hafa verið vandamál Orlando síðustu tvö ár og verða það áfram. Liðið verður að fá meiri stöðugleika frá mönnum eins og Jameer Nelson ef það ætlar að ná á næsta stig. Atlanta HawksByrjunarlið Atlanta Hawks er mjög frambærilegt. Frá vinstri: Josh Smith, Al Horford, Mike Bibby, Marvin Williams og Joe JohnsonNordicPhotos/GettyImagesNokkur lið náðu að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor, en þegar allt er talið var Atlanta líklega spútniklið úrslitakeppninnar. Meistarar Boston Celtics þurftu þannig sjö leiki til að ganga frá liði Atlanta í fyrstu umferðinni og þar á bæ þótti ástæða til bjartsýni þó liðið hefði skriðið inn í úrslitakeppnina með neikvætt vinningshlutfall.Það verður þó ekki auðvelt fyrir liðið að toppa árangurinn frá í fyrra og ekki bötnuðu líkurnar á því þegar liðið missti lykilvaramann sinn Josh Childress til Evrópu. Í stað hans kom Maurice Evans sem áður var hjá Orlando og LA Lakers.Það sem vinnur með Atlanta er að flestir lykilmenn liðsins eru ungir og ættu aðeins að verða betri, en reynsluleysi þess hefur reyndar verið versti óvinur þess síðustu ár. Joe Johnson (21,7 stig) og Josh Smith (17 stig, 8 fráköst) verða áfram atkvæðamestu menn liðsins í sóknarleiknum.Atlanta náði í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð eftir níu ára fjarveru, en ekki er hægt að fullyrða að sá leikur verði endurtekinn nú þegar mörg af liðunum í Austurdeildinni hafa bætt sig verulega. Charlotte BobcatsGerald Wallace, Emeka Okafor og Jason RichardsonNordicPhotos/GettyImagesLið Charlotte olli nokkrum vonbrigðum í fyrra og mætir til leiks í haust með nánast sama mannskap. Nú er hinsvegar kominn nýr þjálfari í formi hins reynda Larry Brown sem gerði Detroit Pistons að meistara árið 2004.Charlotte-menn munu vona að fíaskóið sem Brown skildi eftir sig hjá New York hafi verið undantekningin sem sannaði regluna, en Charlotte er níunda liðið sem hann þjálfar á löngum ferli í NBA.Charlotte er yngsta félagið í NBA deildinni og hefur innan sinna raða hæfileikamenn á borð við Emeka Okafor (14 stig, 10,7 frák), Gerald Wallace (21,8 stig) og Jason Richardson (16 stig), sem fara munu fyrir liðinu í vetur.Larry Brown er þekktur fyrir að vera góður kennari og í liði Bobcats eru margir ungir leikmenn sem gætu hagnast vel á því að vinna undir hans stjórn. Á hinn bóginn gætu þeir líka verið fljótir að komast í ónáð hjá honum og þá gætu hlutirnir verið fljótir að springa í loft upp. Miami HeatMichael Beasley, Dwyane Wade og Shawn MarionNordicPhotos/GettyImagesMeistarar ársins 2006 voru brandari deildarinnar í fyrra. Shaquille O´Neal og flestir lykilmenn meistaraliðsins voru horfnir á braut og stórstjarnan Dwyane Wade var meira og minna meiddur allan veturinn.Liðið vann aðeins 15 leiki síðasta vetur (lélegasti árangur í deildinni) og fyrir vikið nældi liðið í annan valréttinn í nýliðavalnu í sumar. Þar fékk liðið framherjann Michael Beasley sem flestir telja að eigi eftir að verða mjög góður leikmaður í framtíðinni.Miami lítur ekki illa út á pappírunum með þá Dwyane Wade (24,6 stig, 7 stoðs), Shawn Marion (15 stig, 10 frák) og Udonis Haslem (12 stig, 9 frák) í byrjunarliðinu og gæti því rétt verulega úr kútnum í vetur. Mestu mun þar muna um endurkomu Wade sem virðist vera búinn að ná sér fullkomlega af meiðslum sínum ef marka má frammistöðu hans á ÓL í sumar.Það kemur í hlut hins lítt reynda Erik Spoelstra að þjálfa Miami í vetur, en hann hefur verið í læri hjá meistara Pat Riley undanfarin ár og þykir raunar mikið efni. Washington WizardsÞríeykið öfluga hjá Wizards. Butler, Arenas og JamisonNordicPhotos/GettyImagesSama sagan endurtekur sig í Washington. Liðið hefur verið borið uppi af stjörnuþríeyki sínu Gilbert Arenas (19 stig í fyrra þrátt fyrir meiðsli), Antawn Jamison (21 stig, 10 frák) og Caron Butler (20 stig, 6,7 frák) síðustu ár og svo verður einnig í ár.Gilbert Arenas er aðalstjarna liðsins en hann varð fyrir enn einu áfallinu þegar hann meiddist aftur í sumar og verður ekki með liðinu framan af vetri. Þetta var þriðja hnéaðgerð hans á tæpu einu og hálfu ári og spilaði aðeins 13 leiki á síðustu leiktíð.Liðinu vegnaði þó ágætlega án hans í fyrra og þarf að gera það áfram. Það var að miklu leyti Caron Butler að þakka, en hann er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar.Butler hefur þó ekki sloppið við meiðsli frekar en aðrir leikmenn Washington og Antawn Jamison hefur t.a.m. átt við meiðsli að stríða undanfarið. Það besta sem þetta lið getur átt von á er að komast í úrslitakeppnina næsta vor, en það er háð því að lykilmenn sleppi að mestu við enn fleiri meiðsli. NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. Flestir hallast að því að það verði Orlando sem vermi toppsætið í þessum riðli í vor, en liðið gæti fengið samkeppni frá Washington og Atlanta.Washington er enn í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og Atlanta missti sterkan leikmann til Evrópu í sumar. Miami mun líklega verða miklu betra en þegar það vermdi botnsætið í deildinni síðasta vetur og þá verður gaman að sjá hvað Larry Brown gerir með lið Charlotte. Orlando Magic Orlando vann 52 leiki á síðustu leiktíð og féll út úr annari umferð úrslitakeppninnar fyrir Detroit. Krafan verður klárlega að gera betur í vetur. Árangur liðsins í vetur mun mikið til ráðast af þroska miðherjans Dwight Howard. Hann átti sitt besta ár í fyrra með rúm 20 stig, 14 fráköst og 2 varin skot, en flestir vilja sjá meira frá þessum tröllvaxna leikmanni. Orlando státar líka af tveimur hættulegum sóknarmönnum í þeim Rashard Lewis (18 stig) og Hedo Turkoglu (19,5 stig), en sá síðarnefndi sprakk út með liðinu í fyrra. Lewis á líklega aldrei eftir að standa undir 122 milljón dollara samningi sínum, en hann á nokkuð inni frá í fyrra. Þá bætti liðið við sig Michael Pietrus frá Golden State, en þar er á ferðinni ágætur leikmaður. Bakvarðastöðurnar hafa verið vandamál Orlando síðustu tvö ár og verða það áfram. Liðið verður að fá meiri stöðugleika frá mönnum eins og Jameer Nelson ef það ætlar að ná á næsta stig. Atlanta HawksByrjunarlið Atlanta Hawks er mjög frambærilegt. Frá vinstri: Josh Smith, Al Horford, Mike Bibby, Marvin Williams og Joe JohnsonNordicPhotos/GettyImagesNokkur lið náðu að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor, en þegar allt er talið var Atlanta líklega spútniklið úrslitakeppninnar. Meistarar Boston Celtics þurftu þannig sjö leiki til að ganga frá liði Atlanta í fyrstu umferðinni og þar á bæ þótti ástæða til bjartsýni þó liðið hefði skriðið inn í úrslitakeppnina með neikvætt vinningshlutfall.Það verður þó ekki auðvelt fyrir liðið að toppa árangurinn frá í fyrra og ekki bötnuðu líkurnar á því þegar liðið missti lykilvaramann sinn Josh Childress til Evrópu. Í stað hans kom Maurice Evans sem áður var hjá Orlando og LA Lakers.Það sem vinnur með Atlanta er að flestir lykilmenn liðsins eru ungir og ættu aðeins að verða betri, en reynsluleysi þess hefur reyndar verið versti óvinur þess síðustu ár. Joe Johnson (21,7 stig) og Josh Smith (17 stig, 8 fráköst) verða áfram atkvæðamestu menn liðsins í sóknarleiknum.Atlanta náði í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð eftir níu ára fjarveru, en ekki er hægt að fullyrða að sá leikur verði endurtekinn nú þegar mörg af liðunum í Austurdeildinni hafa bætt sig verulega. Charlotte BobcatsGerald Wallace, Emeka Okafor og Jason RichardsonNordicPhotos/GettyImagesLið Charlotte olli nokkrum vonbrigðum í fyrra og mætir til leiks í haust með nánast sama mannskap. Nú er hinsvegar kominn nýr þjálfari í formi hins reynda Larry Brown sem gerði Detroit Pistons að meistara árið 2004.Charlotte-menn munu vona að fíaskóið sem Brown skildi eftir sig hjá New York hafi verið undantekningin sem sannaði regluna, en Charlotte er níunda liðið sem hann þjálfar á löngum ferli í NBA.Charlotte er yngsta félagið í NBA deildinni og hefur innan sinna raða hæfileikamenn á borð við Emeka Okafor (14 stig, 10,7 frák), Gerald Wallace (21,8 stig) og Jason Richardson (16 stig), sem fara munu fyrir liðinu í vetur.Larry Brown er þekktur fyrir að vera góður kennari og í liði Bobcats eru margir ungir leikmenn sem gætu hagnast vel á því að vinna undir hans stjórn. Á hinn bóginn gætu þeir líka verið fljótir að komast í ónáð hjá honum og þá gætu hlutirnir verið fljótir að springa í loft upp. Miami HeatMichael Beasley, Dwyane Wade og Shawn MarionNordicPhotos/GettyImagesMeistarar ársins 2006 voru brandari deildarinnar í fyrra. Shaquille O´Neal og flestir lykilmenn meistaraliðsins voru horfnir á braut og stórstjarnan Dwyane Wade var meira og minna meiddur allan veturinn.Liðið vann aðeins 15 leiki síðasta vetur (lélegasti árangur í deildinni) og fyrir vikið nældi liðið í annan valréttinn í nýliðavalnu í sumar. Þar fékk liðið framherjann Michael Beasley sem flestir telja að eigi eftir að verða mjög góður leikmaður í framtíðinni.Miami lítur ekki illa út á pappírunum með þá Dwyane Wade (24,6 stig, 7 stoðs), Shawn Marion (15 stig, 10 frák) og Udonis Haslem (12 stig, 9 frák) í byrjunarliðinu og gæti því rétt verulega úr kútnum í vetur. Mestu mun þar muna um endurkomu Wade sem virðist vera búinn að ná sér fullkomlega af meiðslum sínum ef marka má frammistöðu hans á ÓL í sumar.Það kemur í hlut hins lítt reynda Erik Spoelstra að þjálfa Miami í vetur, en hann hefur verið í læri hjá meistara Pat Riley undanfarin ár og þykir raunar mikið efni. Washington WizardsÞríeykið öfluga hjá Wizards. Butler, Arenas og JamisonNordicPhotos/GettyImagesSama sagan endurtekur sig í Washington. Liðið hefur verið borið uppi af stjörnuþríeyki sínu Gilbert Arenas (19 stig í fyrra þrátt fyrir meiðsli), Antawn Jamison (21 stig, 10 frák) og Caron Butler (20 stig, 6,7 frák) síðustu ár og svo verður einnig í ár.Gilbert Arenas er aðalstjarna liðsins en hann varð fyrir enn einu áfallinu þegar hann meiddist aftur í sumar og verður ekki með liðinu framan af vetri. Þetta var þriðja hnéaðgerð hans á tæpu einu og hálfu ári og spilaði aðeins 13 leiki á síðustu leiktíð.Liðinu vegnaði þó ágætlega án hans í fyrra og þarf að gera það áfram. Það var að miklu leyti Caron Butler að þakka, en hann er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar.Butler hefur þó ekki sloppið við meiðsli frekar en aðrir leikmenn Washington og Antawn Jamison hefur t.a.m. átt við meiðsli að stríða undanfarið. Það besta sem þetta lið getur átt von á er að komast í úrslitakeppnina næsta vor, en það er háð því að lykilmenn sleppi að mestu við enn fleiri meiðsli.
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13
NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13
NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57
NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57
NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27