Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, sýndi sínu liði enga miskunn eftir tapið fyrir Brooklyn Nets, þrátt fyrir að sterka leikmenn hafi vantað. Hann sagðist hreinlega ekki vita hvað Lakers-menn hafi verið að gera í leiknum. Körfubolti 11.3.2025 16:30
Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Nikola Jokic hafði betur í uppgjörinu við Shai Gilgeous-Alexander þegar Denver Nuggets og Oklahoma City Thunder mættust í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 11.3.2025 15:02
Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Stephen Curry er enn á fullu með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta en það kemur ekki í veg fyrir að hann ráði sig í aðra vinnu á sama tíma. Körfubolti 10.3.2025 19:31
Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil. Körfubolti 7. mars 2025 14:47
Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Cleveland Cavaliers er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA í körfubolta, fyrst allra liða, þrátt fyrir að tuttugu leikir séu eftir af deildarkeppninni. Körfubolti 6. mars 2025 16:45
LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ LeBron James náði enn einum áfanganum á mögnuðum ferli sínum í nótt. Hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fimmtíu þúsund stig. Körfubolti 5. mars 2025 10:33
Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Bandaríski körfuboltamaðurinn Kyrie Irving spilar ekki meira með Dallas Mavericks liðinu á þessu tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 4. mars 2025 17:19
„Urðum okkur sjálfum til skammar“ Kevin Durant var ekkert að draga úr sárum vonbrigðum sínum með frammistöðu Phoenix Suns í tapi á móti Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Suns var lengi inn í leiknum en tapaði að lokum með átján stigum. Körfubolti 3. mars 2025 23:00
„Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Rætt var um fjarveru Greg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lögmál leiksins sem er á dagskrá Stöðvar 2 sport í kvöld. Körfubolti 3. mars 2025 16:32
Butler gleymdi að mála og greiða leiguna NBA-stjarnan Jimmy Butler fór með látum til Golden State Warriors frá Miami Heat á dögunum og hann gleymdi að ganga frá eftir sig í Miami. Körfubolti 3. mars 2025 15:46
Embiid frá út leiktíðina Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki spila meira á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:46
Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Anthony Edwards, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni, er á leið í eins leiks bann eftir að hafa fengið sextán tæknivillur á tímabilinu. Þjálfari Úlfanna er ekki sáttur með stórstjörnuna sína. Körfubolti 28. febrúar 2025 13:32
Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Stephen Curry átti rosalegan leik með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. febrúar 2025 07:17
Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Ein svakalegasta troðsla tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta leit dagsins ljós í leik Washington Wizards og Portland Trail Blazers í gær. Shaedon Sharpe, leikmaður Portland, tróð þá af miklu afli yfir Justin Champagnie, leikmann Washington. Körfubolti 27. febrúar 2025 11:31
Hatar samfélagsmiðla NBA stórstjarnan Ja Morant hefur lofað aðdáendum sínum einu. Þeir geta gleymt því að sjá hann eitthvað á samfélagsmiðlum eftir að körfuboltaferlinum hans lýkur. Körfubolti 26. febrúar 2025 16:33
Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten hefur ekki enn gefið upp vonina að spila með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann segist hafa myndað sterk tengsl við liðið og bæinn mánuðinn sem hann var hér á landi. Hann vonast til að mál hans leysist sem fyrst svo hann komist aftur til Íslands. Körfubolti 26. febrúar 2025 10:30
Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Luka Doncic var með þrefalda tvennu í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar hann mætti sínu gamla félagi með Los Angeles Lakers. Körfubolti 26. febrúar 2025 06:20
„Þetta er eins og að vera dömpað“ Eftir rólega fyrstu leiki í búningi LA Lakers, eftir ein óvæntustu og merkustu leikmannaskipti í sögu NBA-deildarinnar, þá sýndi Luka Doncic snilli sína í sigrinum gegn Denver Nuggets um helgina. Slóveninn er til umræðu í nýjasta þætti Lögmála leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Körfubolti 24. febrúar 2025 17:16
Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. Körfubolti 24. febrúar 2025 07:31
Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Allt stefnir í það að Gregg Popovich sé búinn að stýra sínum síðasta leik í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. febrúar 2025 12:32
Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Los Angeles Lakers sýndi mátt sinn og megin í NBA deildinni í körfubolta í nótt með flottum sigri á öflugu liði Denver Nuggets. Körfubolti 23. febrúar 2025 11:30
Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi NBA hefur dæmt Bobby Portis, leikmann Milwaukee Bucks, í 25 leikja bann fyrir að brjóta lyfjareglur deildarinnar. Nafnaruglingur varð til þess að hann féll á lyfjaprófi. Körfubolti 21. febrúar 2025 18:01
LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Hinn fertugi LeBron James skoraði fjörutíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Portland Trail Blazers, 102-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 21. febrúar 2025 15:15
Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér. Körfubolti 21. febrúar 2025 09:00