NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers

Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

„Urðum okkur sjálfum til skammar“

Kevin Durant var ekkert að draga úr sárum vonbrigðum sínum með frammistöðu Phoenix Suns í tapi á móti Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Suns var lengi inn í leiknum en tapaði að lokum með átján stigum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hatar samfélagsmiðla

NBA stórstjarnan Ja Morant hefur lofað aðdáendum sínum einu. Þeir geta gleymt því að sjá hann eitthvað á samfélagsmiðlum eftir að körfuboltaferlinum hans lýkur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er eins og að vera dömpað“

Eftir rólega fyrstu leiki í búningi LA Lakers, eftir ein óvæntustu og merkustu leikmannaskipti í sögu NBA-deildarinnar, þá sýndi Luka Doncic snilli sína í sigrinum gegn Denver Nuggets um helgina. Slóveninn er til umræðu í nýjasta þætti Lögmála leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

Körfubolti