NBA upphitun: Suðvesturriðillinn 27. október 2008 13:27 Margir tippa á að New Orleans gæti gert atlögu að titlinum næsta sumar. Hér má sjá bestu menn liðsins - talið frá vinstri: Tyson Chandler, James Posey, Chris Paul, Peja Stojakovic og David West NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. Suðvesturriðillinn er almennt álitinn sterkasti riðill í NBA deildinni. Þar fara fremstir í flokki meistarar San Antonio sem hafa unnið titilinn þrisvar á öldinni. Spútniklið New Orleans Hornets sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð og verður hugsanlega enn sterkara á þessari leiktíð og þá er talað mikið um Houston Rockets eftir að liðið fékk Ron Artest í sínar raðir. Dallas er enn með hörkulið þrátt fyrir vonbrigði síðasta vor, en Memphis verður eitt af slökustu liðunum næsta vetur eftir sem áður. New Orleans Hornets Þau voru nokkur spútnikliðin í NBA deildinni í fyrravetur, en ekkert lið sló jafn rækilega í gegn og New Orleans. Tvö atriði spiluðu þar stærsta rullu - annars vegar heilsa lykilmanna og hins vegar frábær leikur þeirra Chris Paul (21 stig, 11,6 stoðs) og David West (20 stig, 9 frák). Það mun eflaust reynast New Orleans erfitt að toppa árangurinn frá í fyrra, en liðið fékk mjög góðan liðsstyrk í James Posey sem kom frá Boston eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í meistaratitli félagsins. Tyson Chandler (12 stig, 12 frák) og skyttan Peja Stojakovic (16 stig) komu sterkir inn í að fleyta Hornets til 56 sigra á síðustu leiktíð og var liðið hársbreidd frá því að slá San Antonio út í annari umferð úrslitakeppninnar. Margir tippa á að New Orleans fari jafnvel alla leið í úrslitin næsta vor, en það verður að teljast nokkuð bjartsýn spá. Á hinn bóginn lét þetta lið marga sérfræðinga líta illa út í fyrra þegar það afsannaði allar hrakspár hvað eftir annað. Þá er erfitt að veðja á móti liði sem hefur besta leikstjórnanda deildarinnar í sínum röðum. Dallas MavericksJason Kidd, Dirk Nowitzki og Josh HowardNordicPhotos/GettyImagesDallas er besta lið deildarkeppninnar í NBA á síðustu árum þegar allt er talið, en liðið sem lék til úrslita gegn Miami árið 2006 hefur nú dalað og verður trúlega í besta falli í miðjumoði í Vesturdeildinni í vetur.Ákvörðun félagsins að fá aftur til sín leikstjórnandann Jason Kidd (10 stig, 9,5 stoðs) frá New Jersey á síðustu leiktíð var harðlega gagnrýnd og segja má að hún hafi mistekist.Kidd er vissulega einn besti leikstjórnandi deildarinnar en hann er sannarlega ekki að yngjast eins og sást bersýnilega á því að hann var aðeins aukaleikari með Ólympíuliði Bandaríkjanna í sumar. Kidd leit vægast sagt illa út gegn Chris Paul hjá New Orleans Hornets í úrslitakeppninni í fyrra - en það gerðu svo sem flestir aðrir leikmenn.Dirk Nowitzki (23,6 stig, 8,6 frák) er sem fyrr aðalstjarna Dallas og framherjinn Josh Howard (20 stig, 7 frák) hirðir upp molana sem falla af borði hans í sóknarleiknum.Dallas lét þjálfarann Avery Johnson fara í sumar og réði Rick Carlisle í hans stað.Carlisle beið ekki boðanna og afhenti Kidd lyklana að sókn Dallas og það á eflaust eftir að henta leikstjórnandanum betur en þreytandi kvabbið í Johnson.Dallas er nokkuð vel mannað lið og á eflaust eftir að ganga ágætlega í deildarkeppninni, en óraunhæft verður að ætla að það geri stóra hluti í úrslitakeppninni í vor. Houston RocketsÓárennilegur mannskapur Houston. Ron Artest, Shane Battier, Yao Ming, Tracy McGrady, Luis Scola og Rafer AlstonNordicPhotos/GettyImagesHouston hefur á síðustu árum verið það lið sem flestir spá að slái í gegn á komandi leiktíð í spám sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama - tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tímabilið í fyrra var ævintýralegt hjá Houston þar sem liðið mátti enn og aftur glíma við meiðsli hjá þeim Tracy McGrady (21,6 stig, 5 frák, 6 stoð) og Yao Ming (22 stig, 10,8 frák).Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið næði 22 leikja sigurgöngu, sem var sú næstlengsta í sögu NBA deildarinnar. Sigurgangan stóð yfir í tvo mánuði og lauk um miðjan mars þegar liðið tapaði fyrir verðandi meisturum Boston Celtics.Þegar í úrslitakeppnina kom var það sama uppi á teningnum og árið áður - tap fyrir Utah Jazz í fyrstu umferð. Yao Ming var þá meiddur og spilaði ekki með liðinu og sumir veltu því hreinlega fyrir sér hvort liðið væri betur sett án hans.Litlar breytingar urðu á liði Houston í sumar nema þá helst til góðs. Liðið fékk öflugan liðsstyrk í Ron Artest (20 stig, 6 frák) sem kom frá Sacramento og nældi í skyttuna reyndu Brent Barry frá San Antonio.Það á eftir að koma í ljós hvort Artest verður liðinu blessun eða bölvun, en sömu spurningarnar hanga yfir Houston og síðustu ár. Ná þeir Yao Ming og McGrady að halda heilsu - og hefur þetta lið það sem til þarf til að vinna í úrslitakeppninni. Nei - í báðum tilfellum - segir sá sem þetta skrifar. Memphis GrizzliesDarko Milicic, Marc Gasol og Hamed Haddadi eru stóru mennirnir í alþjóðlegu liði MemphisNordicPhotos/GettyImagesLið Memphis er eitt það yngsta í NBA deildinni og þar stendur yfir uppbygging sem hófst á fullu þegar liðið ákvað að (gefa) skipta Pau Gasol til LA Lakers á síðustu leiktíð.Memphis bíður ekkert annað en botnbarátta og lotteríið á næstu leiktíð, en það þýðir ekki að séu ekki hæfileikamenn í liði Marc Ivaroni.Rudy Gay (20 stig) verður einn af leiðtogum liðsins á vellinum þrátt fyrir ungan aldur og hann fær nokkra efnilega leikmenn sér til aðstoðar í vetur. Liðið fékk Marc Gasol (yngri bróður Pau) frá Lakers og ólíkt bróður hans lætur hann sér ekki muna um að slást undir körfunni.Þá fékk liðið nýliðann sterka O.J. Mayo í nýliðavalinu og þá má ekki gleyma íranska miðherjanum Hamed Haddadi sem var frákastahæsti leikmaður Ólympíuleikanna í sumar. San Antonio SpursTim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili gætu átt eftir einn sprett í úrslitin eða svoNordicPhotos/GettyImagesGömlu brýnin í San Antonio lulluðu áfram eins og díselvél í fyrra en mættu svo ofjörlum sínum í LA Lakers í úrslitum Vesturdeildar. Þetta sigursælasta lið deildarinnar síðustu ár verður væntanlega áfram með í toppbaráttunni í vestrinu í vetur.Meiðsli Argentínumannsins Manu Ginobili höfðu sitt að segja í baráttunni gegn Lakers í vor og þessi sömu meiðsli þýða að hann verður ekki klár í slaginn á ný fyrr en talsvert verður liðið á leiktíðina.San Antonio byggir enn á sama kjarna, þeim Tim Duncan (19 stig, 11 frák), Tony Parker (19 stig, 6 stoðs) og Manu Ginobili (19,5 stig) og bætti litlu við sig í sumar. Þeir Robert Horry og Damon Stoudamire eru hættir og leika ekki með liðinu í vetur.Það væri líklega bjartsýni að spá San Antonio meistaratitlinum í vor en þó hafa sumir sérfræðingar brugðið á það ráð. Það er kannski vegna þess að Spurs hefur oftar en ekki átt það til að vinna titilinn á oddaárum (´99, ´03, ´05 og ´07). NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. Suðvesturriðillinn er almennt álitinn sterkasti riðill í NBA deildinni. Þar fara fremstir í flokki meistarar San Antonio sem hafa unnið titilinn þrisvar á öldinni. Spútniklið New Orleans Hornets sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð og verður hugsanlega enn sterkara á þessari leiktíð og þá er talað mikið um Houston Rockets eftir að liðið fékk Ron Artest í sínar raðir. Dallas er enn með hörkulið þrátt fyrir vonbrigði síðasta vor, en Memphis verður eitt af slökustu liðunum næsta vetur eftir sem áður. New Orleans Hornets Þau voru nokkur spútnikliðin í NBA deildinni í fyrravetur, en ekkert lið sló jafn rækilega í gegn og New Orleans. Tvö atriði spiluðu þar stærsta rullu - annars vegar heilsa lykilmanna og hins vegar frábær leikur þeirra Chris Paul (21 stig, 11,6 stoðs) og David West (20 stig, 9 frák). Það mun eflaust reynast New Orleans erfitt að toppa árangurinn frá í fyrra, en liðið fékk mjög góðan liðsstyrk í James Posey sem kom frá Boston eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í meistaratitli félagsins. Tyson Chandler (12 stig, 12 frák) og skyttan Peja Stojakovic (16 stig) komu sterkir inn í að fleyta Hornets til 56 sigra á síðustu leiktíð og var liðið hársbreidd frá því að slá San Antonio út í annari umferð úrslitakeppninnar. Margir tippa á að New Orleans fari jafnvel alla leið í úrslitin næsta vor, en það verður að teljast nokkuð bjartsýn spá. Á hinn bóginn lét þetta lið marga sérfræðinga líta illa út í fyrra þegar það afsannaði allar hrakspár hvað eftir annað. Þá er erfitt að veðja á móti liði sem hefur besta leikstjórnanda deildarinnar í sínum röðum. Dallas MavericksJason Kidd, Dirk Nowitzki og Josh HowardNordicPhotos/GettyImagesDallas er besta lið deildarkeppninnar í NBA á síðustu árum þegar allt er talið, en liðið sem lék til úrslita gegn Miami árið 2006 hefur nú dalað og verður trúlega í besta falli í miðjumoði í Vesturdeildinni í vetur.Ákvörðun félagsins að fá aftur til sín leikstjórnandann Jason Kidd (10 stig, 9,5 stoðs) frá New Jersey á síðustu leiktíð var harðlega gagnrýnd og segja má að hún hafi mistekist.Kidd er vissulega einn besti leikstjórnandi deildarinnar en hann er sannarlega ekki að yngjast eins og sást bersýnilega á því að hann var aðeins aukaleikari með Ólympíuliði Bandaríkjanna í sumar. Kidd leit vægast sagt illa út gegn Chris Paul hjá New Orleans Hornets í úrslitakeppninni í fyrra - en það gerðu svo sem flestir aðrir leikmenn.Dirk Nowitzki (23,6 stig, 8,6 frák) er sem fyrr aðalstjarna Dallas og framherjinn Josh Howard (20 stig, 7 frák) hirðir upp molana sem falla af borði hans í sóknarleiknum.Dallas lét þjálfarann Avery Johnson fara í sumar og réði Rick Carlisle í hans stað.Carlisle beið ekki boðanna og afhenti Kidd lyklana að sókn Dallas og það á eflaust eftir að henta leikstjórnandanum betur en þreytandi kvabbið í Johnson.Dallas er nokkuð vel mannað lið og á eflaust eftir að ganga ágætlega í deildarkeppninni, en óraunhæft verður að ætla að það geri stóra hluti í úrslitakeppninni í vor. Houston RocketsÓárennilegur mannskapur Houston. Ron Artest, Shane Battier, Yao Ming, Tracy McGrady, Luis Scola og Rafer AlstonNordicPhotos/GettyImagesHouston hefur á síðustu árum verið það lið sem flestir spá að slái í gegn á komandi leiktíð í spám sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama - tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tímabilið í fyrra var ævintýralegt hjá Houston þar sem liðið mátti enn og aftur glíma við meiðsli hjá þeim Tracy McGrady (21,6 stig, 5 frák, 6 stoð) og Yao Ming (22 stig, 10,8 frák).Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið næði 22 leikja sigurgöngu, sem var sú næstlengsta í sögu NBA deildarinnar. Sigurgangan stóð yfir í tvo mánuði og lauk um miðjan mars þegar liðið tapaði fyrir verðandi meisturum Boston Celtics.Þegar í úrslitakeppnina kom var það sama uppi á teningnum og árið áður - tap fyrir Utah Jazz í fyrstu umferð. Yao Ming var þá meiddur og spilaði ekki með liðinu og sumir veltu því hreinlega fyrir sér hvort liðið væri betur sett án hans.Litlar breytingar urðu á liði Houston í sumar nema þá helst til góðs. Liðið fékk öflugan liðsstyrk í Ron Artest (20 stig, 6 frák) sem kom frá Sacramento og nældi í skyttuna reyndu Brent Barry frá San Antonio.Það á eftir að koma í ljós hvort Artest verður liðinu blessun eða bölvun, en sömu spurningarnar hanga yfir Houston og síðustu ár. Ná þeir Yao Ming og McGrady að halda heilsu - og hefur þetta lið það sem til þarf til að vinna í úrslitakeppninni. Nei - í báðum tilfellum - segir sá sem þetta skrifar. Memphis GrizzliesDarko Milicic, Marc Gasol og Hamed Haddadi eru stóru mennirnir í alþjóðlegu liði MemphisNordicPhotos/GettyImagesLið Memphis er eitt það yngsta í NBA deildinni og þar stendur yfir uppbygging sem hófst á fullu þegar liðið ákvað að (gefa) skipta Pau Gasol til LA Lakers á síðustu leiktíð.Memphis bíður ekkert annað en botnbarátta og lotteríið á næstu leiktíð, en það þýðir ekki að séu ekki hæfileikamenn í liði Marc Ivaroni.Rudy Gay (20 stig) verður einn af leiðtogum liðsins á vellinum þrátt fyrir ungan aldur og hann fær nokkra efnilega leikmenn sér til aðstoðar í vetur. Liðið fékk Marc Gasol (yngri bróður Pau) frá Lakers og ólíkt bróður hans lætur hann sér ekki muna um að slást undir körfunni.Þá fékk liðið nýliðann sterka O.J. Mayo í nýliðavalinu og þá má ekki gleyma íranska miðherjanum Hamed Haddadi sem var frákastahæsti leikmaður Ólympíuleikanna í sumar. San Antonio SpursTim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili gætu átt eftir einn sprett í úrslitin eða svoNordicPhotos/GettyImagesGömlu brýnin í San Antonio lulluðu áfram eins og díselvél í fyrra en mættu svo ofjörlum sínum í LA Lakers í úrslitum Vesturdeildar. Þetta sigursælasta lið deildarinnar síðustu ár verður væntanlega áfram með í toppbaráttunni í vestrinu í vetur.Meiðsli Argentínumannsins Manu Ginobili höfðu sitt að segja í baráttunni gegn Lakers í vor og þessi sömu meiðsli þýða að hann verður ekki klár í slaginn á ný fyrr en talsvert verður liðið á leiktíðina.San Antonio byggir enn á sama kjarna, þeim Tim Duncan (19 stig, 11 frák), Tony Parker (19 stig, 6 stoðs) og Manu Ginobili (19,5 stig) og bætti litlu við sig í sumar. Þeir Robert Horry og Damon Stoudamire eru hættir og leika ekki með liðinu í vetur.Það væri líklega bjartsýni að spá San Antonio meistaratitlinum í vor en þó hafa sumir sérfræðingar brugðið á það ráð. Það er kannski vegna þess að Spurs hefur oftar en ekki átt það til að vinna titilinn á oddaárum (´99, ´03, ´05 og ´07).
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13 NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:13
NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13
NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57
NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57
NBA upphitun: Suðausturriðillinn Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor. 27. október 2008 11:13