Innlent

Jólapakkasöfnunin hófst í dag

Mynd/Pjetur
Fyrr í dag hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum fyrir börn undir jólatréð í Kringlunni í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Áður en söfnunin hófst kveikti skemmtikrafturinn Sveppi á ljósunum á trénu. Eftir það lagði hann pakka að trénu með aðstoð barna.

Jólapakkasöfnunin er árviss atburður á aðventunni. Landsmenn eru hvattir til að „kaupa eina gjöf til viðbótar" og láta gott af sér leiða um jólin. Jólatréð er staðsett á 1. hæð.


Tengdar fréttir

Sveppi heillaði börnin - myndir

Sannkölluð jólastemning skapaðist þegar kveitk var á jólatré Kringlunnar við hátíðlega athöfn í dag. Frostrósir og Skólakór Kársness fluttu jólalög og Sveppi sá um að skemmta krökkunum og tendraði síðan ljósin á trénu með aðstoð jólasveina. Við sama tækifæri hófst formleg jólapakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Fjöldi barna mætti með innpakkaðar gjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×