Ungur vörubílstjóri tekur þátt í fatahönnunarkeppni 13. ágúst 2010 06:00 Jóhanna Eva Gunnarsdóttir keyrir vörubíl og hannar föt undir sínu eigin merki, JEG Fashion. Fréttablaðið/ „Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á saumaskap síðan ég man eftir mér og fékk mína fyrstu saumavél fimm ára,“ segir vörubílstjórinn Jóhanna Eva Gunnarsdóttir. Eva tekur þátt í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fashion Week í byrjun september. Hún hefur lagt stund á fatahönnunarnám í Fjölbrautskóla Suðurlands, Fjölbraut í Breiðholti og nú síðast í Tækniskólanum. Hún hefur verið með merkið sitt JEG Fashion í kollinum í smá tíma og saumað aðeins fyrir sína nánustu. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki hver verðlaunin eru enn þá en það verða bæði íslenskir og erlendir dómarar að dæma okkur sem taka þátt en hver og einn hönnuður sýnir sjö flíkur.“ Jóhanna segist hafa tekið meiraprófið um leið og hún gat eða þegar hún var 18 ára. „Bróðir minn var að fara og ég ákvað að skella mér með honum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún hafi verið eins og grár köttur í kringum vinnuvélar og gröfur í sveitinni hjá ömmu sinn og afa á yngri árum. Hún er eina stelpan sem vinnur hjá Gámaþjónustunni við keyrslu og ber vinnufélögum sínum vel söguna. „Þetta er mjög líkamlega erfið vinna og það finnst mér fínt. Eina er að ég vil hafa minn bíl fyrir mig því mér finnst betra að vera með hreint í kringum mig í bílstjórasætinu,“ segir Jóhanna og hlær. Aðeins tvær vikur eru til stefnu í sjálfa keppnina en Jóhanna er hvergi bangin. „Ég fer bara að spýta í lófana núna. Mér finnst flottast þegar flíkur sýna kvenlegu línurnar svo það má segja að hönnun mín einkennist af svoleiðis sniðum.“ Aðspurð hvort hún mundi velja fatahönnun eða vörubílaakstur sem framtíðarstarf svara Jóhanna: „Bæði. Ég er heppin að geta nú þegar sinnt og starfað við bæði áhugamál mín.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira